Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Markmiðið er að bjóða upp á kennslu í samfélagsmiðlun sem er sérsniðin að þörfum við komandi fyrirtækis eða stofnunar. Þátttakendur vinna að sínum eigin verkefnum og uppbygging vinnustofunnar tekur mið af þeim verkefnum sem þátttakendur leggja upp með hverju sinni. Kennararnir greina núverandi staða sé, hver séu næstu skref og aðstoða eftir þörfum.

Helstu lykilatriði:

  • Takmarkaður fjöldi þátttakenda á námskeiðinu til að auka lærdómsgildi

  • Þrír þaulreyndir kennarar með mjög ólíka reynslu

  • Unnið er sameiginlega að raunverulegum verkefnum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

  • Þátttakendur fá þá aðstoð sem hentar hverjum og einum

Ávinningur þátttakenda

  • Læra alla þá möguleika sem Facebook Business Manager býður upp á
  • Töfrarnir á bakvið framsetningu á auglýsingaefni
  • Setja upp „re-marketing“ herferðir með Facebook, Instagram, vefborðum Google og YouTube
  • Sjálfvirknivæða auglýsingar á Facebook og Google
  • Að nýta Facebook Analytics og Google Analytics til að greina herferðir
  • Nýta samspil kerfa til að ná sem mestum árangri fyrir sem minnst fjármagn

Atriðin sem huga þarf að í dæmigerðu ferli gætu verið:

  • Skýr framsetning vöru/þjónustu sem grípur notendur

  • Sýnileiki í leitarniðurstöðum (bæði keypt og „lífræn“)

  • Markaðssetning á ólíkum miðlum (t.d. Facebook, Instagram og Google)

  • Hvernig miðlar geta unnið saman til að ná sem bestum árangri

  • Besta (e.optimize) herferðir og efni á ólíkum miðlum með því að nýta mælingar á árangri og áhuga notenda.

  • Eftirfylgni og krossala

  • Frágangur sölu og endurmat

Til að vinnustofan nýtist sem best, er æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu í því að hafa keypt birtingar í gegnum auglýsingar kerfi Facebook og / eða Google.

 

Sérsniðið námskeið
í stafrænum miðlum

Verð:
Tekur mið að umfangi hverju sinni

Umsagnir þátttakenda

Virkilega áhugavert og lærdómsríkt. Mæli hiklaust með!

Vinnustofa

Vel skipulögð og hnitmiðuð vinnustofa. Frábært að fá „hands-on“ kennslu.

Vinnustofa

... þetta var alveg mind blowing!

Takk fyrir frábæra og mjög gagnlega vinnustofu.

Vinnustofa


Hagnýting gagna -

Kynntu þér undirstöðuatriði gagnavísinda (Data Science) og lærðu að búa til verðmæti úr gögnum með sömu aðferðum og tæknirisarnir nota.

Hvað er gerlegt með gagnavísindum? Hvað er ógerlegt? Hver eru fyrstu skrefin sem starfsemin þín getur tekið til að nýta gögn?

Þetta námskeið hjálpar þér að „tala tungumál“ gagnavísinda þannig að þú getir tekið þátt í að móta stefnu fyrirtækisins hvað varðar gögn og gervigreind.

Nánar

Samfélagsmiðlun sem virkar -

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu.

Hvernig nota á samfélagsmiðla rétt

Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukaafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin.

Nánar

Sérsniðin vinnustofa í stafrænum miðlum -

Lærðu að setja upp þínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google.

Vinnustofan er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga.

Nánar

Google Ads - Kostuð leit og vefauglýsingar -

Markvisst og mælanlegt markaðsstarf

Lærðu að nota Google Ads í þínu markaðsstarfi og nýttu peningana í markvissar og mælanlegar aðgerðir.

Nánar

Skrifað fyrir fólk og leitarvélar -

Mikilvægasti þáttur í leitarvélarbestun er gott efni

Þegar unnið er með efni fyrir vef er freistandi að „skrifa fyrir leitarvélar“ (og þeirra sérvisku). Gleymum því samt ekki að markmið leitarvélanna er að finna bestu niðurstöðurnar fyrir fólkið sem notar þær.

Nánar