Verðlaunavefir Hugsmiðjunnar

Þrenn verðlaun og fimm upphlauparar á Íslensku vefverðlaununum

25.03.2024

Íslensku vefverðlaunin fóru fram nýlega og fékk Hugsmiðjan alls 18 tilnefningar til verðlauna fyrir 10 verkefni í 6 flokkum. Við erum þakklát og stolt af okkar verkefnum og samstarfsaðilum.

Hér eru verkefnin sem unnu til verðlauna:

Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki) - EFLA Engineers 

Efla og Hugsmiðjan. Umsögn dómnefndar:

Vefurinn er virkilega vandaður og tekst vel til að fjalla um flókin og oft á tíðum þurr viðfangsefni á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Þéttur, vel skipulagður en umfram allt stílhreinn og fallegur vefur sem gaman er að vafra um og skoða. 

Efnis- og fréttaveita ársins - BHM.is 

BHM og Hugsmiðjan. Umsögn dómnefndar:

Vefurinn, sem er ansi efnismikill, er vel skipulagður og afar þægilegur til leitar og almennar vöfrunar. Uppsetning og hönnun er stílhrein og falleg og vefurinn sinnir sínu hlutverki sem upplýsingaveitandi afar vel.

Opinber vefur ársins - Myndlistarmiðstöð

Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio. Umsögn dómnefndar:

Skapandi hönnun einkennir þennan vef sem endurspeglar viðfangsefnið vel. Fallegur og nútímalegur vefur sem skapar heildstæða og grípandi upplifun fyrir notandann og auðvelt og ánægjulegt er að leita og flakka um.

Nýjung á SVEF - Upphlauparar

SVEF kynntu til leiksins nýjung á verðlaunahátíðinni með því að tilkynna um 2. verðlaun í hverjum flokki, hinn svokallaða upphlaupara. Eftirfarandi verkefni okkar voru upphlauparar í sínum flokkum:


432783373_838018335024484_1088316188600440595_n

IMG_3301

IMG_0364-1-

IMG_0441-1-


29.11.2024 : Nýr rekstrarstjóri Hugsmiðjunnar

Ingibjörg okkar hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hugsmiðjunnar

Nánar