Þjónustusamningar hjá Hugsmiðjunni
Með þjónustusamningi skuldbindur Hugsmiðjan sig til að þjónusta viðskiptavin við hugbúnaðargerð, vefmál, og hönnun, sem og tengd verkefni.
Meðal helstu þjónustuþátta Hugsmiðjunnar eru:
- Ráðgjöf varðandi vefmál, hönnun og hugbúnaðargerð
- Hugbúnaðargerð og hugbúnaðarhögun
- Vefhönnun, upplýsingahögun og grafísk hönnun almennt
- Vefgerð
- Ljósmyndun
- Aðstoð með efni og textagerð
- Rekstur og viðhald vefja og hugbúnaðarkerfa
- Kerfisstjórn
- Greining tölfræðigagna um vefnotkun
- Stafræn markaðssetning
Innifalið í þjónustusamningi er eitt eða fleiri af eftirfarandi:
- Kerfisleiga Eplica vefkerfis , með sjálfvirkum uppfærslum
- Kerfisleiga Prismic efnisumsýslukerfis, með sjálfvirkum uppfærslum
- Kerfisleiga WordPress vefkerfis, með sjálfvirkum uppfærslum
- Hýsing á vefkerfi, ýmist í skýjaþjónustu Heroku eða AWS
Eplica kerfisleiga
Eplica vefkerfið hefur verið þróað af Hugsmiðjunni, en nýþróun þess er nú hætt. Hugsmiðjan skuldbindur sig til að sjá um öryggisuppfærslur á kerfinu eftir þörfum og eru sjálfvirkar uppfærslur þeim tengdar innifaldar. Að öðru leyti verður eingöngu um að ræða almennan rekstur og viðhald á Eplica vefsvæðum Hugsmiðjunnar.
Prismic kerfisleiga
Prismic „headless“ (laustengdu) efnisumsýslukerfið er skýjalausn sem rekin er af Prismic.io Inc. og Hugsmiðjan þjónustar. Í Prismic kerfinu viðhalda viðskiptavinir efni vefsvæða sinna til birtingar í viðeigandi vefkerfi (sem yfirleitt er vistað í Heroku hýsingu).
Heroku hýsing
Veflausnir byggðar á Next.js tækni (sem yfirleitt sækja gögn úr Prismic efnisumsýslukerfi) eru hýstar í skýjaþjónustu Heroku.
Hýsing Eplica vefsvæða
Hugsmiðjan rekur Eplica hýsingarumhverfið í tveimur vélasölum AWS (Amazon Web Services) á Írlandi.