Ertu leiðtogi í stafrænni markaðssetningu?
Við trúum því að fyrirtæki þurfi öfluga stafræna ásýnd til að ná árangri.
Markaðsefni þarf ekki að vera pirrandi en góð og vel útfærð skilaboð birt réttum markhópi getur skilað sér í upplifun notenda sem er hvoru tveggja jákvæð og upplýsandi.
Okkar aðferð
Til að ná þessum áhrifum hönnum við og útfærum stafrænar lausnir, vinnum með samfélagsmiðla og erum sýnileg á leitarvélum.
Tölfræði og gögn er einn af lykilþáttum okkar að árangri ásamt því að greina og rýna þau til að verða betri í dag en í gær.
Við leitum að lausnamiðuðum ráðgjafa í stafrænni markaðssetningu til að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að ná meiri árangri í stafrænum heimi.
Starfið felur í sér
- Að skilgreina og móta stefnu í stafrænni ásýnd fyrirtækja og stofnana
- Vinnu með gögn og tölfræði
- Uppsetningu mælikóða fyrir stafrænar herferðir
- Uppsetningu stórra sem smárra stafrænna herferða
- Þjónustu, ráðgjöf, hugmyndavinnna og samskipti við mikilvæga viðskiptavini
- Textaskrif fyrir fólk (og leitarvélar)
Hæfniskröfur
- Jákvætt viðmót og ástríða fyrir markaðsmálum
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund, útgeislun og hæfileiki til að hrífa fólk með sér
- Að geta tekist á við ólíkar áskoranir í síbreytilegu umhverfi og vera ekki hrædd(ur) við breytingar og þróun
- Að geta kynnt og selt góða hugmynd eða málstað
- Hæfileiki og reynsla til að leiða stór sem smá verkefni
- Þekking á Facebook Business Manager og Google AdWords
- Menntun og / eða reynsla sem nýtist í starfi
Við bjóðum
- Krefjandi og skapandi verkefni
- Samvinnu með spennandi viðskiptavinum
- Vinalegt og hvetjandi starfsumhverfi
- Fjölskylduvæna starfsmannastefnu
- Hollan hádegismat
- Sex tíma vinnudag
- Sundlaug í næsta húsi
- Góð laun
Hafðu samband
Heyrðu í okkur ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið:
starf@hugsmidjan.is
Umsóknarfrestur er til 3. mars.