Arctic Circle

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Vefun
  • Forritun

arcticcircle.org


Lifandi vettvangur fyrir málefni norðurslóða

Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur samvinnu og samtals um málefni norðurslóða. Hápunktur starfsins er árlegt þing Arctic Circle sem haldið er í Hörpu. Samtökin eru sérstaklega áberandi í umræðunni um loftslagsmál, einskonar lifandi vettvangur fyrir þetta mikilvæga málefni.

Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp nýjan vef Arctic Circle, sem heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um málefni norðurslóða.


Lýðræðislegt samtal og samvinna

Arctic Circle er vettvangur fyrir samtal um málefni norðurslóða og samtökin halda fjölbreytta viðburði um allan heim, ásamt efnisútgáfu. Það var mikilvægt að vefurinn næði utan um þessa fjölbreytni í starfi Arctic Circle; ólíkum hlutum starfsins er á vefnum stillt upp á hringformi, sem minnir á skipsstýri. Einnig er það hlutverk vefsins að halda utan um viðburði og hvetja fólk til þátttöku; ýmist með því að mæta á þingið, taka þátt í vefviðburðum, eða gegnum útgefið efni og upptökur.

Á forsíðunni er með skýrum hætti dregið fram nýlega útgefið efni og þeir viðburðir sem eru framundan.

Introducing the new Arctic Circle website

Look at the style, the approach, the platforms, the vision, the wealth of information and data. Give us feedback! Hopefully you will be inspired by the futuristic and elegant design. THANKS to all involved! - @ORGrimsson á Twitter

Ólafur Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson

President of Iceland 1996-2016, 
Chairman of Arctic Circle

Sterkt myndmál, kalt og kraftmikið brand

Málefni norðurslóða eru fjölbreytt og snerta við fólki um allan heim. Á vefnum má finna kraftmiklar myndir af byggðum á norðurslóðum, ís og hafi. Einnig eru á vefnum myndir af Arctic Circle ráðstefnunni þar sem í kringum þúsund manns frá 50 löndum koma saman, ræða málefni norðurslóða og skemmta sér. Þar er fólkið sjálft í forgrunni.


Norðurslóðir frábær innblástur

Það var virkilega spennandi að fá að taka þátt í því að koma á framfæri þessu mikilvæga málefni. Við sóttum innblástur í heimskautabauginn sjálfann, þar sem hringformið er notað á skemmtilegan hátt í hönnuninni, bæði á forsíðu, á ljósmyndum, í rúnuðum hnöppum og í kvikun á valmynd.

Birna

Birna Bryndís Þorkelsdóttir

Hönnunarstjóri

Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands