Vefverslun fyrir alþjóðlegan markað
BIOEFFECT opnaði á dögunum nýja og glæsilega vefverslun fyrir alþjóðlegan markað. Til þess að tryggja sem besta notendaupplifun greinir vefurinn staðsetningu notenda og býður þeim sjálfkrafa viðeigandi móttökuland og gjaldmiðil.
BIOEFFECT vörumerkið er í mikilli sókn og á vefnum er vandað og fallegt markaðsefni fyrirtækisins í forgrunni. Vefurinn er stílhreinn eins og er við hæfi fyrir premium brand á borð við BIOEFFECT.
Einfalt kaupferli, virðisaukandi tillögur
BIOEFFECT þróar og selur hágæða húðvörur sem byggja á einstöku vísindastarfi.
Hönnun vefsins endurspeglar hugmyndafræði vörumerkisins – fágun og hreinleika auk þess að gefa rými fyrir sterkt markaðs- og myndefni. Mikil vinna var lögð í greiningu á vefverslunum sem selja húð- og snyrtivörur í hæsta gæðaflokki og á þeirri greiningu byggja virkni og kaupflæði. Kaupferlið spilar auðvitað lykilhlutverk í vefverslun sem þessari og hefur mikil áhrif á notendaupplifun, markmiðið var að kaupferlið væri stutt og einfalt til þess að hámarka sölu (conversions).
Förum yfir kaupferlið
1 Ítarlegar vöruupplýsingar
Það er mikilvægt að notendur upplifi gæði varanna og einstaka virkni, það er því lögð mikil áhersla á vandaðar vöru- og innihaldslýsingar og notkunarleiðbeiningar ásamt því að leyfa sterku mynd- og markaðsefni að njóta sín og segja söguna.
Viðskiptavinir geta á vefnum skilið eftir vitnisburð og gefið vörunum stjörnur. Þannig gefst notendum tækifæri til þess að lesa óháðar lýsingar á virkni og gæðum.
2 Vandaðar notkunarleiðbeiningar
Húðumhirða krefst ákveðnar þekkingar á efnum og notkun. Það er því mikilvægt fyrir notendur að geta nálgast upplýsingar um notkun á hverri vöru fyrir sig og getað mátað vörurnar inn í sína persónulegu húðrútínu.
Þá fylgja hverri vöru svör við algengum spurningum, til að tryggja rétta notkun og auðvelda notendum að ákveða hvort að varan henti þeirra þörfum.
3 Virðisaukandi krosssala
Kaupferlið er einfalt og stutt og laust við óþarfa áreiti. Það var hugað að því að tryggja að krosssala væri framsett á þann hátt að henni sé ætlað að vera virðisaukandi fyrir notendur, til dæmis með því að para saman vörur sem skila auknum árangri.
Þá er viðskiptavinum boðið að fá að bæta við sýnishornum að öðrum vörum og geta með þeim hætti prófað nýjar vörur frá BIOEFFECT.
4 Einfalt greiðsluflæði
Með því að nota Shopify greiðsluferli höfum við tækifæri til að sníða greiðslur að hverju markaðssvæði og bjóða upp á sértækar lausnir eins og PayPal, Apple Pay og Google Pay. /p>
Hönnuð og úthugsuð vörubirting með heimsklassa öryggi og sveigjanlegu kaupaferli.
Svegjanlegur vefur sniðin að þörfum BIOEFFECT
BIOEFFECT vefurinn, sem er byggður upp í „headless“ (laustengdu) efnisumsýslukerfinu Prismic, býður upp á það að vörusíðum sé púslað saman úr fyrirfram ákveðnu einingarsafni. Með þessum hætti er hægt að setja upp síður sem mæta þörfum og áherslum hverju sinni.
Öll kvikun er látlaus og fáguð í takt við vörumerkið sjálft og styður þannig við markaðsefni og vöruúrvalið auk þess að veita úrvals notendaupplifun.
Spennandi tímar framundan
Við erum virkilega stolt af nýja BIOEFFECT vefnum og vefversluninni og hlökkum til að styðja við áframhaldandi vegferð fyrirtækisins á nýjum markaðssvæðum, en bæði hönnun og tæknihögun eru útfærð til þess að styðja þann vöxt.
Við erum gríðarlega ánægð með nýja vefinn sem settur hefur verið í loftið til að byrja með á Íslandi, UK og USA. Samstarfið gekk vel, var faglegt og til fyrirmyndar – og rétt að byrja.
Liv Bergþórsdóttir
forstjóri ORF Líftækni