Félag lykilmanna
Félögum í Félagi lykilmanna hefur fjölgað um rúmlega 50 prósent frá því að samstarfið við Hugsmiðjuna hófst í desember.
Hugsmiðjan tók að sér að útbúa herferð á Facebook fyrir Félag lykilmanna, þar sem markmiðið var að sækja fleiri félaga. Snúið verkefni en afar spennandi. Skoðum aðeins hvernig gekk.
Byrjum á byrjuninni: Félag lykilmanna er stéttarfélag á internetinu. Maður greiðir aðeins 0,05% af launum sínum til félagsins mánaðarlega en önnur stéttarfélög rukka í kringum 0,7%. Hjá Félagi lykilmanna fá meðlimir ekki styrki til að stunda líkamsrækt eða kaupa gleraugu og félagið stendur ekki í rekstri orlofshúsa. Meðlimir fá hins vegar líftryggingu og launabætur vegna veikinda eða slysa.
Við fórum af stað með herferð í desember og bjuggumst ekki endilega við því að skráningum myndu fjölga mikið strax, enda fólk með nóg annað að hugsa um í þessum annasamasta mánuði ársins. Þá bendir ýmislegt til þess að ákvarðanir á borð við þá að skipta um stéttarfélag geti tekið langan tíma, jafnvel mánuði.
Eftir að hafa framleitt efni og skilgreint nokkuð þrönga markhópa fórum við af stað en umsóknarferlið sjálft var unnið í samstarfi við Taktikal. Herferðin gekk strax betur en við þorðum að vona og nýskráningar í desember voru talsvert fleiri en félagið hafði séð undanfarna mánuði, þrátt fyrir að fjölgað hafði í félaginu undanfarið í kjölfar spennu á vinnumarkaði. Við prófuðum nokkrar útgáfur af framsetningu og fundum þannig út hvað virkaði. Þegar við gátun byrjað að nýta gögnin sem urðu til í desember fóru nýskráningarnar á flug og í janúar hefur nýjum félögum fjölgað mikið.
Herferðin gekk strax betur en við þorðum að vona og nýskráningar í desember voru talsvert fleiri en félagið hafði séð undanfarna mánuði.
Frá því að samstarf Hugsmiðjunnar og Félags lykilmanna hófst hefur félögum fjölgað um rúmlega 50 prósent og búast má við að í vor verði fjölgunin komin upp í 60 til 70 prósent. Frábær árangur sem sýnir kraftinn í samspili grípandi framsetningar og réttri nýtingu gagna.
Getum við gert eitthvað fyrir þig. Smelltu hér til að hafa samband og bóka fund.