Hjúkrun

2023

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Forritun

www.hjukrun.is


Fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað árið 1919, og er bæði fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Í félaginu eru rúmlega 4.800 manns, en þar af eru rúmlega 3.800 starfandi hjúkrunarfræðingar. Félagið stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu og viðburðum fyrir sitt félagsfólk, ásamt því að halda úti Tímariti hjúkrunarfræðinga, sem er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun.

Markmiðið með nýjum vef FÍH er að þjóna þörfum félagsfólks og auðvelda upplýsingaleit um fag og störf hjúkrunarfræðinga. Notendur vefsins geta fundið svör við spurningum sínum, sótt um aðild að félaginu og fræðst um fagið. Þar má kynna sér kjaramál, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga, ásamt því að glöggva sig á þeim stykjum og sjóðum sem standa félögum til boða. Vefurinn er jafnframt vettvangur til þess að kynna hjúkrunarfræðina og sérsvið hennar fyrir þeim sem stefna á nám eða framhaldsmenntun í faginu.


Félagsfólk í forgrunni

Rík áhersla var lögð á að vefurinn nýttist vel sem upplýsinga- og fréttaveita fyrir félagsfólk, en í hverjum mánuði birtir FÍH mikið magn fréttaefnis og fræðslu sem snýr að faginu. Vefskipulag og upplýsingahögun lausnarinnar var endurhugsuð frá grunni, með áherslu á gott aðgengi fyrir kjarnanotendur vefsins. Megin áskorun verkefnisins var að halda vefnum stílhreinum og notendavænum, en á sama tíma koma fyrir miklu magni upplýsinga.

Lokaútkoman er í senn faglegur og líflegur vefur, hlýlegir litatónar og myndir af hjúkrunarfræðingum í fjölbreyttum störfum gefa vefnum bjartan og jákvæðan blæ. Vefurinn vekur athygli á mikilvægu starfi hjúkrunarfræðinga á Íslandi, ásamt því að þjónusta félagsfólk FÍH.


  • Hjúkrun

Notendavænt viðmót og gott aðgengi í forgrunni

Það var ekki hlaupið að því að búa til nýjan vef fyrir hjúkrunarfræðinga og þá sem vilja kynnast hjúkrun. Starfsemi félagsins er mjög breið og þarf vefurinn að þjóna mörgum ólíkum þörfum. Markmiðið var að gera viðmótið notendavænt og allar upplýsingarnar aðgengilegar með því að nýta hugbúnaðarlausnir. Hugsmiðjan hjálpaði okkur mikið við að finna nálgunina á verkefnið; hvernig við getum nýtt tæknina og hvernig við getum haldið áfram að byggja ofan á það sem komið er. Við erum mjög ánægð hvernig tekist hefur til.

Ari Brynjólfsson

Ari Brynjólfsson

Kynningarstjóri FÍH

  • Hjúkrun

Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands