Mottumars 2018

  • Viðskiptavinur Krabbameinsfélagið

Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Vefurinn fyrir átakið í ár var unninn af Hugsmiðjunni í nánu samstarfi við Krabbameinsfélagið og auglýsingastofuna Brandenburg.


Góðir hálsar, nú er lag!

Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.

Blöðruhálskirtillinn

Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Á nýjum vef átaksins er að finna yfirgripsmiklar upplýsingar um viðfangsefnið auk aðstoðar og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Netverslun

Fjölmargar leiðir bjóðast til að styrkja átakið. Gestir vefsins geta t.a.m. styrkt átakið með því að versla glæsilegar hönnunarvörur beint frá Krabbameinsfélaginu auk Mottumars sokkana í einkennis­mynstri og -litum rakara­stofunnar.

Barbershop Quartet söngvari mottumars
Mottumars

Rauði þráðurinn

Takmark átaksins er auðvitað að vekja athygli á og skapa umræðu um krabbamein hjá körlum, málefni sem oft er farið leynt með. Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og að sjálfsögðu styrkja gott málefni.

Styrktu átakið

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Krabbameinsfélagið

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Róbert Wessman

Kraftmikill og framúr­stefnulegur vefur

Minningar

Minningin lifir

Lyfjastofnun

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?