Persónuvernd

2018

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Lógóhönnun
  • Vefun
  • Sérforritun

personuvernd.is


Ný lög kalla á nýjan vef með framúrskarandi miðlun upplýsinga

2018 var mikilvægt ár fyrir Persónuvernd. Með tilkomu nýrra persónuverndarlaga lá mikið við að veita almenningi framúrskarandi upplýsingaþjónustu. Markmið nýja vefsins var skýrt: Að miðla upplýsingum til almennings, fyrirtækja, stofnanna og fjölmiðla á sem aðgengilegastan og notendavænstan hátt.


Aðgengilegur upplýsingabrunnur

Lögð var áhersla á að þessi mikili upplýsingabrunnur sem Persónuvernd býr yfir væri aðgengilegur. „Spurt og svarað“ spjöldin eru sérvalin fyrir mismunandi markhópa; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Kerfið býður upp á að leita eftir einföldum leiðum þannig að allir finni svör við spurningum sínum hratt. Efni Persónuverndar er oft á tíðum flókið en leit að upplýsingum ætti að vera bæði ánægjuleg og þægileg upplifun.

  • Persónuvernd síðan

Merki Persónuverndar fær andlitslyftingu

Merki Persónuverndar var barns síns tíma en grunnhugmyndin stendur enn fyrir sínu. Við endurteiknuðum merkið og færðum það inn í nútímann. Í stað persónu í eintölu var sú eining margfölduð og getur nú táknað bæði einstaklinga en einnig stafræn gögn eða jafnvel fingrafar. Blái skjöldurinn er ennþá til staðar, til marks um hlutverk Persónuverndar.

  • Persónuvernd logokort

Auðvelt aðgengi að þínum upplýsingum

Mikilvægar upplýsingar um einkalíf einstaklinga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga fyrir fyrirtæki og stofnanir eru nú aðgengilegar hvar og hvenær sem er.

  • Persónuvernd í síma

Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands