Reglugerðasafn

2021

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Greining
  • Vefun
  • Forritun

island.is/reglugerdir


Með reglum skal land byggja

Hugsmiðjan er þátttakandi í verkefninu Stafrænt Ísland og hefur þar séð um að uppfæra verklag og ásýnd reglugerðasafn Íslands í takt við nýja framtíðarsýn reglugerðasafn ríkisins fyrir Dómsmálaráðuneytið.

Reglugerðasafn er sambærilegt lagasafni Alþingis að því leyti að bæði eru algerar grundvallareiningar í lýðræðislegri virkni landsins. Helstu notendur reglugerðasafns eru lögfræðingar, laganemar og þingmenn auk almennings.

Markmiðið var fyrst og fremst að útfæra birtingar reglugerða og breytinga á þeim í reglugerðasafni, þannig að þær séu skýrar og aðgengilegar fyrir notendur og þar með að spara notendum tíma og koma í veg fyrir mistök í yfirferð og við notkun reglugerða.


Greiningin lykill að farsælum breytingum

Notendaviðtöl leiddu í ljós að það voru skýrar kröfur um breytingar á notendaviðmóti, þörf var á endurhönnun á viðmóti og birtingu reglugerða, sérstaklega hvað varðar breytingarsögu einstakra reglugerða.

Þegar farið var að kafa í þáverandi reglugerðagrunn, gögnin og högun kerfisins kom fljótt í ljós að það var brýnt að byggja frá grunni nýtt ritstjórnarkerfi og breyta útgáfu- og ritstjórnarferlum reglugerða hjá Stjórnartíðindum til þess að hægt væri að uppfylla kröfur um birtingu breytingasögu reglugerðasafnsins.

Það hefur því verið okkar verkefni að byggja nýja ferla til þess að tryggja það að birting reglugerða þjóni endanlegum notendum sínum á island.is.


Það er óhætt að fullyrða að þessi vefur muni spara hundruð vinnustunda á hverju ári hjá lögmönnum og laganemum, en hann mun auk þess stórbæta aðgengi fjölmiðla og almennings að því sem stundum er uppnefnt reglugerðarfrumskógurinn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Þáverandi Dómsmálaráðherra

Stafræn umbreyting hins opinbera, bylting fyrir notendur

Við erum stolt af því að vera þátttakendur í stafrænni umbreytingu ríkisins. Okkar metnaður og markmið er alltaf að auðvelda Íslendingum lífið með framúrskarandi stafrænum lausnum. Það er einstaklega ánægjulegt þegar vel tekst til og allir hluteigandi aðilar eru í skýjunum með útkomuna. Við hlökkum til að leyfa notendum að njóta afrakstursins.


Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands