Viðmótshönnun breytt til að auka sölu
Áhersla var lögð á að einfalda allt söluferli fyrir vörur RE. Það er meðal annars gert með því að færa ákvarðanatöku kaupenda framar í ferlið, þannig að þeir geti sett vörur í körfu strax á yfirlitssíðum.
Vefur Reykjavik Excursion hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Notkunarflæði og kaupferli voru endurhönnuð frá grunni – auk forritunar á nýrri bókunarvél sem tengist viðskiptagrunni (CRM kerfi) Reykjavík Excursions.
Áhersla var lögð á að einfalda allt söluferli fyrir vörur RE. Það er meðal annars gert með því að færa ákvarðanatöku kaupenda framar í ferlið, þannig að þeir geti sett vörur í körfu strax á yfirlitssíðum.
Vægi ljósmynda var aukið til muna og þær stækkaðar frá fyrri útgáfu. Hlutverk ljósmyndanna er að styðja upplifun vefnotenda og auka tilhlökkun þeirra fyrir því umhverfi sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Notendur geta strax á vörulistum valið að setja vörur í körfu.
Allt kaup- og bókanaferli var einfaldað. Grípandi kauphnappa er nú að finna á yfirlitssíðu hverrar vöru. Innsláttur í skráningarform er auðveldaður með skýrri uppröðun og einfalt að sjá hvaða nauðsynlegu reiti á eftir að fylla út.
Viðskiptavinur
Reykjavik Excursion
Verkþættir Hugsmiðjunnar
Hönnun
Vefforritun
Sérforritun