Litríkur og lifandi vefur með framúrskarandi kaupferli

  • Heiti verkefnis Reykjavik Excursions

Vefur Reykjavik Excursion hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Notkunarflæði og kaupferli voru endurhönnuð frá grunni – auk forritunar á nýrri bókunarvél sem tengist viðskiptagrunni (CRM kerfi) Reykjavík Excursions.



Viðmótshönnun breytt til að auka sölu

Áhersla var lögð á að einfalda allt söluferli fyrir vörur RE. Það er meðal annars gert með því að færa ákvarðanatöku kaupenda framar í ferlið, þannig að þeir geti sett vörur í körfu strax á yfirlitssíðum.

Myndir stækkaðar og virkni breytt

Vægi ljósmynda var aukið til muna og þær stækkaðar frá fyrri útgáfu. Hlutverk ljósmyndanna er að styðja upplifun vefnotenda og auka tilhlökkun þeirra fyrir því umhverfi sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Kauphnöppum bætt við lista

Notendur geta strax á vörulistum valið að setja vörur í körfu.

Bókunarvirkni færð nær notendum

Allt kaup- og bókanaferli var einfaldað. Grípandi kauphnappa er nú að finna á yfirlitssíðu hverrar vöru. Innsláttur í skráningarform er auðveldaður með skýrri uppröðun og einfalt að sjá hvaða nauðsynlegu reiti á eftir að fylla út.

Skjáskot af vef re.is Skjáskot af vef re.is

Flybus bókanir einfaldaðar

Við bókun á flugrútu er kaupferlið einfaldað töluvert með því að kaupandinn þarf ekki lengur að velja á milli Flybus eða Flybus+. Þess í stað velur bókunarvélin viðeigandi valkost eftir kröfum kaupandans. Allt flæði og framsetning bókunarvélarinnar var endurhannað með þetta að leiðarljósi.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Reykjavik Excursion

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hönnun

Vefforritun

Sérforritun

Aztiq.com

Experienced team of operators that have a history of building global platforms

Bandalag háskólamanna

Nýr vefur BHM og mínar síður félagsmanna

Aztiq

Mörkun og nýr vefur


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?