Samskip

2019

  • Vefhönnun 
  • Forritun
  • Sérforritun
  • CMS: WordPress

samskip.is


Siglinganet fyrir flutningafyrirtæki í fararbroddi

Hugsmiðjan hannaði nýjan vef fyrir Samskip til þess að einfalda og auka þjónustu þeirra við sína viðskiptavini. Viðskiptavinir Samskipa geta núna fylgst með sendingum sínum í rauntíma á vef flutningafyrirtækisins. Skip félagsins eru einnig merkt inn á rauntímakort og hægt er að fylgjast með ferðum þeirra um allan heim. Hugsmiðjan setti einnig upp siglinganet sem sýnir allar ferðir Samskipa um Evrópu og Norður-Ameríku.


Langstærsta siglingarnet Evrópu

Samskip er eitt stærsta flutningafyrirtæki í Evrópu með starfsstöðvar í 26 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. Flutningafyrirtækið býður upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta gámaflutningsþjónustu um alla Evrópu og því lykilatriði fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu að veita upplýsingar í rauntíma á vef sínum. Flutningsnetið og siglingaráætlanirnar sem nú eru aðgengilegar á heimasíðu Samskips eiga þannig þátt í að halda fyrirtækinu í fararbroddi í flutningum.


Finndu þína sendingu, hvar sem er í heiminum

Á nýjum vef fyrirtækisins er nú hægt að rekja innanlandssendingar beint á vefnum, það er því ekki þörf á að auðkenna sig á þjónustuvefnum til þess að sjá hvar sendingin er stödd. Þessi breyting nýtist þeim vel sem panta vörur á landsbyggðinni og nú geta viðskiptavinir Samskipa séð með einföldum hætti hvar sendinginn þeirra er stödd og hvenær hún er væntanleg.


Umhverfismálin ávallt í fyrirrúmi

Samskip hefur um árabil lagt áherslu á að vera leiðandi í umhverfismálum. Hugsmiðjan setti upp kolefnisreiknivél fyrir viðskiptavini fyrirtækisins svo hægt sé að reikna út ávinning af fjölþátta flutningum. Þá leitast Samskip á Íslandi við að notast við eins nýjar vöruflutningabifreiðar og hægt er, lágmarka orkunotkun með sólarsellum eins og gert var á kæligeymslum FrigoCare í Rotterdam. Hugsmiðjan er stolt af því að aðstoða Samskip og viðskiptavini þeirra í að minnka kolefnisspor sitt.

  • Samskip-grid1
  • Samskip-grid2
  • Samskip-grid3
  • Samskip-grid4
  • Samskip-grid5

Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands