Á vef ársins 2017 slá allir strengir í takt

Á vef ársins 2017 slá allir strengir í takt

  • Viðskiptavinur Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands var endurhannaður með það að leiðarljósi að vera skýr, fágaður og fallegur með áhugaverðu klassísku efni sem styður við ímynd Sinfóníuhljómsveitarinnar og gegnir lykilhlutverki í kynningarstarfi hennar.


Flæði

Einfalt og þægilegt flæði sem býður notendum upp á skoða fjölbreytt efni Sinfóníunnar.

Viðburðir

Viðburðir fá fallegar lendingarsíður með öllum mikilvægustu upplýsingum og einföldu kaupferli.

Sinfónían fyrir alla

Rík áhersla er lögð á góð tengsl við samfélagið með því að gera framboð hljómsveitarinnar fyrir alla aldurshópa og áhugasvið sýnilegt.

Fjölbreytt og spennandi efni

Spotify playlistar auðvelda notendum að glöggva sig á hvernig tónlist og tónleikar eru í boði. Einnig er hægt að skoða YouTube myndbönd og aðgengi er að beinum útsendingum RÚV.



Sinfóníuhljómsveit Íslands er fáguð og innihaldsrík - eins og nýi vefurinn

Fallegt myndefni og hljóð spila saman og ýta undir góða upplifun



Stafræn efnisskrá

Notendur geta nálgast innihaldsríkar efnisskrár um alla viðburði. Þar spila saman texti, myndir og myndbönd til að gefa sem besta innlifun um hvern viðburð fyrir sig.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Sinfóníuhljómsveit Íslands


Kíktu á sinfo.is


Samstarfsaðili

Döðlur

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.

Aztiq

Mörkun og nýr vefur

Félag lykilmanna

Mikil fjölgun félagsmanna

Félögum í Félagi lykilmanna hefur fjölgað um rúmlega 50 prósent frá því að samstarfið við Hugsmiðjuna hófst í desember.

Lesa meira

Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?