Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

  • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.


Strætó er á uppleið

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og varð aukning á helstu mælikvörðum í kjölfar herferðarinnar.

  • 72% söluaukning á appinu á meðal erlendra notenda
  • 90% fleiri heimsóknir á appið frá erlendum notendum
  • 154% aukning á erlendum notendum appsins

Kostuð leit

Útbúnar voru kostaðar leitarniðurstöður sem innihéldu upplýsingar um þjónustu Strætó ásamt möguleika á að sækja appið. Leitarniðurstöður voru á ensku og birtust eingöngu gagnvart erlendum notendum sem voru staðsettir á Íslandi og leituðu á ensku. Helstu leitarorðin voru bus reykjavik, bus iceland og public transport.



Google leit í símanum

Vefauglýsingar

Útbúin voru skilaboð sem var beint að erlendum notendum á Google Display Netinu, þar sem kostir appsins voru kynntir og notendur kvattir til að hlaða því niður á sérstakri lendingarsíðu þar sem einnig var að finna kynningu á kostum appsins.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Strætó

Samstarfsaðilar

ENNEMM

Stokkur

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Leitarvélar

Vefauglýsingar

Markaðsráðgjöf

Nordplus

Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar

Það er til mikils að vinna minna

Styttri vinnuvika

Umboðsmaður barna

Tryggjum rétt barna


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?