Það sem þú sérð er það sem þú færð

22.01.2019

Hvernig fær maður fólk til að sækja app sem maður notar ekki daglega? Ein leið er að sýna hvernig það virkar.

Tryggingamistöðin vildi fjölga notendum TM appsins ásamt því að auka notkunina hjá viðskiptavinum sem þegar hafa sótt appið. TM leitaði því til Hugsmiðjunnar sem lagði til snarpa herferð á Facebook í nóvember árið 2018.

Í appinu er meðal annars hægt að skoða yfirlit yfir tryggingar og iðgjöld, tilkynna tjón og fá greiddar bætur. Þá eru tjónaupplýsingar og tryggingaskirteini aðgengileg. Loks má skoða staðfestingu á ferðatryggingum og fá beint samband við neyðarþjónustu komi til alvarlegra slysa á ferðalögum erlendis.

Semsagt: Einföld og góð þjónusta.

Svo skemmtilega vildi til að ég hafði nýlega notað appið til að tilkynna tjón. Ekki einu sinni, heldur tvisvar (eftir flekklausan feril sem tryggingakaupandi). Ég þekkti því þjónustuna vel og lagði til að framleiða stutt myndband sem átti að sýna, nánast í rauntíma, hversu einfalt og þægilegt er að tilkynna tjón í appinu.

Við framleiddum því einfalt myndband sem sýnir appið í notkun. Engar tæknibrellur, ekkert fegrað. Bara notandi að tilkynna tjón á fartölvu. Það sem þú sérð er það sem þú færð. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Samtalið í myndbandinu er byggt á sannsögulegum atburðum sem gefur því magnþrunginn blæ. Ég segi svona.

Við dreifðum myndbandinu á Facebook og markmiðið var að ná sem mestri útbreiðslu. Við reyndum að höfða sérstaklega til þeirra sem eru þegar í viðskiptum við TM, þar sem þau eru líklegust til að sækja appið strax en við vildum líka ná til viðskiptavina annarra tryggingafélaga.

Svo skemmtilega vildi til að ég hafði nýlega notað appið til að tilkynna tjón. Ekki einu sinni, heldur tvisvar (eftir flekklausan feril sem tryggingakaupandi).

Niðurstaðan var sú að myndbandið fór í mikla dreifingu. Nóvember var næst besti mánuðurinn á árinu í appinu, þ.e. fjöldi nýskráðra og svo tjónstilkynningar. Í heildina fjölgaði notendum appsins um 15 prósent.

Getum við hjálpað þér og fyrirtækinu þínu? Hafðu samband og bókaðu með okkur fund.

 


Markaðsherferð

As We Grow

Gus Gus

Þegar Gus Gus breytti Eldborg í næturklúbb

GusGus hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember á síðasta ári. Uppselt var á báða tónleikana sem þóttu mjög vel heppnaðir. Hugsmiðjan sá um heildarskipulagningu ásamt því að sinna hugmyndavinnu, hönnun, efnisframleiðslu og markaðssetningu. Loks voru tónleikarnir teknir upp fyrir Sjónvarp Símans.

Í markaðssetningunni á tónleikunum notuðum við stafræna miðla til að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki á auglýsingum í hefðbundnum miðlum að halda. Þannig var kostnaði haldið í lágmarki, án þess að það bitnaði á árangrinum.

Forsala á tónleikana var notuð til að skoða viðbrögð fólks áður en almenn miðasala hófst. Krafturinn í auglýsingakerfinu á Facebook var svo nýttur til að koma auglýsingum til afmarkaðs hóps og hélt það kostnaði í lágmarki. Fólk sem hafði sýnt einhvers konar áhuga á tónleikunum sá auglýsingarnar — þetta voru harðir aðdáendur, fólk sem hafði horft á myndbönd tengd tónleikunum eða fólk sem hafði hreinlega sagst ætla að mæta.

Þetta skilaði sér í tveimur uppseldum tónleikum.

Annáll Hugsmiðjunnar

Það besta frá árinu 2020!

Lítum yfir árið 2020