21 tilnefning til Íslensku vefverðlaunanna

Tilhlökkun fyrir uppskeruhátíð vefbransans

19.03.2021

Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og því er alltaf mikil tilhlökkun þegar tilnefningarnar eru opinberaðar. Í ár höfum við svo sannarlega ástæðu til þess að fagna þar sem við fengum 21 tilnefningar fyrir 15 ólíkar veflausnir.  

Við óskum samstarfsaðilum okkar til hamingju með frábærar veflausnir! Tilnefningarnar má sjá hér að neðan.

Við hlökkum alltaf mikið til vefverðlaunanna, það er svo skemmtilegt bæði að uppskera og uppgötva hvað aðrir í bransanum eru að gera vel. Frábært tækifæri til þess að gleðjast saman og fagna sívaxandi gæðum í stafrænni þróun hérlendis.

Tilnefningar Hugsmiðjunnar

Neyðarlínan 112 - Stafræn lausn, Opinber vefur og Samfélagsvefur

Nýtt tól í baráttu við ofbeldi. Nýr vefur Neyðarlínunnar 112.is hefur það að markmiði að bæta þjónustu Neyðarlínunnar við almenning með því að bjóða nú upp á nýja leið til þess að hafa samband við neyðarverði. Með verkefninu fær Neyðarlínan um leið nýtt hlutverk við það að vera í forsvari í baráttunni gegn ofbeldi. Samstarf við Mennska ráðgjöfSamsýn og Berglindi Ósk Bergsdóttur. 

Íslandsbanki - Fyrirtækjavefur stór

Við eigum frábært samstarf með snillingunum upp í Íslandsbanka. Vefur Íslandsbanka er fyrst og fremst þjónustuvefur með það markmið að vera #1 í bankaþjónustu. Það gerum við m.a. með því að hjálpa notendum að; afgreiða sig sjálf með stafrænum lausnum, panta sér vörur og þjónustu með einföldum hætti, bóka tíma í ráðgjöf, finna fræðslu um fjárhagslega heilsu og allt sem þau mögulega þurfa að leita til bankans síns um. Vefurinn og hönnunarkerfið er í stöðugri þróun eftir að Hugsmiðjan tók við hönnun og þróun frá Kolibri.

Endurfjármögnun Íslandsbanka - Stafræn lausn

Við viljum meina að það sé hvergi auðveldara að taka lán, endurfjármagna eða fara í greiðslumat en á vef Íslandsbanka, öll þessi flæði tengjast á snjallan hátt og leiðir notendann áfram. Mikil eftirspurn hefur verið eftir endurfjármögnun lána undanfarna mánuði vegna lækkunar vaxta sem lausnin hefur svarað. 

Hönnunarkerfi Íslandsbanka - Efnis- og fréttaveita 
Íslandsbanki er með sterka framtíðarsýn í þróun stafrænna lausna fyrir sína viðskiptavini. Í allri hönnun fyrir lausnir bankans vinnum við með ítarlegt hönnunarkerfi sem stækkar og þróast með hverri lausn.

 

Te og Kaffi  - Söluvefur ársins

Vefurinn fangar gæðin og hlýjuna á bakvið vöruúrval og kaffihús Te og kaffi. Virðing fyrirtækisins fyrir hágæða hráefnum er komið á framfæri með því a nota hlýja kaffi og karmellulitaða tóna í letri og myndefni og með því að nýta hráefnin sjálf til myndskreytingar. 

Icelandic down - Söluvefur ársins

Vefur sem setur vöruna í fyrsta sæti og gefur henni gott pláss til þess að njóta sín. Það er mikilvægt að sýna hvaðan varan kemur og leggja áherslu á að allt framleiðsluferlið er gegnsætt. Fallegt myndefni var unnið í takt við stílinn á vefnum og ýmsar greiðsluleiðir voru tengdar við vefinn, þar sem vefurinn getur höfðað til fólks bæði á Íslandi sem og utan. Samstarf við Sebastian Mitchell og Tobias Pettigrew.

Kvikmyndaskóli Íslands - Fyrirtækjavefur meðalstór

Markmiðið vefsins er að styrkja ensku útgáfu vefsins til þess að auka umsóknir erlendra nemenda í skólann. Það var gert með því að setja efnið fram á skýran og skilmerkilegan hátt, en á sama tíma að sýna stemninguna í skólanum og síðast en ekki síst í Reykjavík, þar sem skólinn er staðsettur. Samstarf við Tvist.

Hugsmiðjan - Fyrirtækjavefur meðalstór

Það er sérlega ánægjulegt að vefurinn okkar hafi fengið tilnefningu. Þar finnið þið allt sem skiptir okkur máli. Verkefnin okkar, samstarfsaðila, rannsóknir á markaðsmálum, bloggpósta um stafræn málefni - við erum enda okkar eigin fjölmiðill og síðast en ekki síst finnið þið starfsfólkið sem gerir Hugsmiðjuna að þeim frábæra vinnustað sem hann er.

Borgarleikhúsið - Markaðsvefur ársins og Efnis- og fréttaveita ársins

Borgarleikhúsið var endurmarkað á árinu af Brandenburg og arkitektúr leikhússins notað sem grunnur að leik með línum, mynstri og flötum. Leikurinn heldur áfram á vefnum sem er stútfullur af áhugaverðu efni, framúrstefnulegur, þorinn og líflegur - eins og Borgarleikhúsið sjálft!

Styttri.is  - Markaðsvefur ársins og Efnis- og fréttaveita ársins

Stytting vinnuvikunnar er stærsta breytingin á vinnutíma launafólks í nærri hálfa öld, frá því 40 tíma vinnuvikan var tekin upp. Vefurinn og herferðin í heild sinni byggja á því að miðla efni um ávinning styttri vinnuviku með mannlegri nálgun.

Skeljungur - Fyrirtækjavefur stór fyrirtæki

Nýr vefur Skeljungs gegnir mikilvægu hlutverki í stafrænni vegferð og ásýnd fyrirtækisins. Myndmál er notað á skemmtilegan hátt til þess að undirstrika það hvernig saga félagsins er samfléttuð sögu þjóðarinnar.

Umboðsmaður barna  - Opinber vefur ársins og Samfélagsvefur ársins

Vefurinn er mikilvægur, opinber vettvangur fyrir börn og unglinga. Upplýsingagátt sem þau geta treyst og fundið upplýsingar um sín réttindi og öruggan stað til að spyrja spurninga og fræðast um málefni sem tengjast þeim.

Ákvörðunartæki Karlaklefans - Samfélagsvefur ársins

Karlmenn sem greinast með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein hafa val um nokkrar meðferðarleiðir. Engin ein þeirra er talin best og öllum fylgja mögulegar aukaverkanir. Menn sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun sem getur haft mikil áhrif á líf þeirra og þeirra nánustu. Ákvörðunartækið er stafræn lausn sem aðstoðar karlmenn í þessu ferli. 

  • Barn-1-
  • Akvordunart-1-

Þjónustuvefur Orkusölunnar - Vefkerfi ársins

Nýr þjónustuvefur Orkusölunnar leysti þann eldri af hólmi með nýjungum sem eru nú aðgengilegar viðskiptavinum í fyrsta skipti á vefnum. Þetta er stór áfangi sem hefur átt sér langan aðdraganda og með honum voru tekin mörg skref inn í framtíðina.

Síðasta ár var ótrúlega spennandi ár í stafrænni þróun og erum við þakklát okkar viðskiptavinum fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem við hafa einkennst af metnaði og framsýni. Kíkjið á annálinn okkar fyrir 2020 til þess að skoða verkefnin.

Við óskum öllum til hamingju með tilnefningarnar og hlökkum til vefverðlaunanna næsta föstudag.

Græna planið - Opinber vefur ársins

Framleiðandi: Hugsmiðjan, Kolofon, Jón Frí og Erla & Jónas í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Ísland.is – Þróunarumhverfi, þróunarferli og hönnunarkerfi - Tæknilausn ársins
Framleiðandi: Aranja, Andes, Advania, Parallel, Kosmos & Kaos og Hugsmiðjan fyrir Ísland.is (Stafrænt Ísland).

*Fréttin hefur verið uppfærð. Tilnefningarnar reyndust vera 21 en ekki 19.


29.11.2024 : Nýr rekstrarstjóri Hugsmiðjunnar

Ingibjörg okkar hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hugsmiðjunnar

Nánar