20 tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

20 tilnefningar fyrir 13 ólíkar veflausnir

04.03.2022

Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og því er alltaf mikil tilhlökkun þegar tilnefningarnar eru opinberaðar.

Tilnefningarnar má sjá hér að neðan og við óskum samstarfsaðilum okkar innilega til hamingju með frábærar veflausnir. Í ár höfum við svo sannarlega ástæðu til þess að fagna þar sem við fengum 20 tilnefningar fyrir 13 ólíkar veflausnir.

Bioeffect, vefverslun fyrir alþjóðlegan markaðSöluvefur, markaðsvefur, fyrirtækjavefur (meðalstór)
BIOEFFECT þróar og selur hágæða húðvörur sem byggja á einstöku vísindastarfi. Hönnun vefsins endurspeglar hugmyndafræði vörumerkisins – fágun og hreinleika auk þess að gefa rými fyrir sterkt markaðs- og myndefni.

Vöruúrval og þjónusta fyrir fyrirtækjaviðskiptavini Íslandsbanka - Stafræn lausn ársins, söluvefur
Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað vörur, undirritað skilmála, séð stöðuna og skoðað vöru- og þjónustuúrvalið á einum stað í einföldu flæði. Eins eru nýir viðskiptavinir boðnir velkomnir á fljótlegan og þægilegan hátt.

Nýr vefur Landsvirkjunar - Fyrirtækjavefur (stór)
Hugsmiðjan forritaði vef Landsvirkjunar sem er fallega hannaður af Arnari Ólafssyni. Við lögðum upp með skýra, fallega kvikun sem hæfði viðfangsefninu. Vefurinn er bjartur og hraður.

Nýr vefur Bílaumboðsins Öskju - Markaðsvefur, fyrirtækjavefur (stór)
Nýr vefur Öskju er fágaður, þjónustumiðaður og glæsilegur í alla staði. Á vefnum geta notendur nálgast vöruframboðið með einföldum hætti, pantað tíma í reynsluakstur eða á verkstæði Öskju og sparað þannig dýrmætan tíma.

Ísey skyr bar - Markaðsvefur
Hugsmiðjan hannaði og forritaði nýjan og girnilegan vef fyrir Ísey Skyr Bar en fyrirtækið er í miklum vexti, bæði hérlendis sem erlendis.

ORF líftækni - Söluvefur, fyrirtækjavefur (meðalstór)
Vefurinn kynnir framsækið vísindastarf félagsins í plöntulíftækni en vísindi, náttúra og sjálfbær orka mætast á einstakan hátt á vefnum.

Vefur Reykjavíkurborgar - Opinber vefur
Hugsmiðjan vann ásamt samstarfsaðilunum Jónfrí og co, Jónas og Erlu og 1x Internet að hönnun og smíði nýs vefs Reykjavíkurborgar. Góð hnitmiðuð notendaupplifun og einkennandi stíll eru aðalsmerki vefsins.

Vefur Landsbjargar - Samfélagsvefur
Allan ársins hring eru meira en 5500 sjálfboðaliðar björgunarsveita til taks um allt land. Markmið nýs vefs er að koma því fjölbreytta starfi til skila af virðingu og með nútímalegum hætti.

Nýr vefur Arctic Circle - Efnis- og fréttaveita, samfélagsvefur
Vefurinn heldur utan um fjölbreytta viðburði, upplýsingar og skráningu ásamt útgefnu efni um mikilvæg málefni norðurslóða. Við sóttum innblástur í heimskautabauginn sjálfan, þar sem hringformið er notað á skemmtilegan hátt í hönnuninni – bæði á forsíðu, á ljósmyndum, í rúnnuðum hnöppum og í kvikun valmyndar.

Minningar.is - Stafræn lausn ársins, efnis- og fréttaveita
Minningar er nýr vefur til að halda utan um minningar fólks um látna ástvini, tilkynna um andlát og skrifa minningargreinar. Hugsmiðjan hefur komið að því síðustu misseri að móta hugmyndina að baki vefnum auk þess að sjá um ásýnd og vefhönnun. Þá höfum við fylgt verkefninu eftir með stórri markaðsherferð.

Innskráningarkerfi Íslandsbanka - Tæknilausn ársins
Nú geta allir skráð sig inn með rafrænum skilríkjum í samræmt og snuðrulaust innskráningakerfi og nálgast þannig umsóknir, greiðslumat og pöntun á vöru og þjónustu.

Reglugerðasafn Íslands - Vefkerfi ársins
Reglugerðasafn Íslands er vefkerfi sem vistar og birtir útgefnar reglugerðir ásamt lýsigögnum og upplýsingum um textabreytingar á stofnreglugerðum og brottfellingar þeirra. Um er að ræða venslaðan gagnagrunn með API sem önnur kerfi geta sótt gögn gegnum.

Mínar síður á Ísland.is - Vefkerfi ársins
Mínar síður eru hannaðar með þarfir notanda að leiðarljósi og aukið öryggi í innskráningu. Þessi nýja útgáfa er fyrsta skrefið í átt að betri þjónustu og aðgengi notenda að gögnum frá hinu opinbera.