Agnar Tr. Le'Macks tekur sæti í stjórn Hugsmiðjunnar

Ný stjórn Hugsmiðjunnar kjörin

14.11.2020

Á nýafstöðnum aðalfundi Hugsmiðjunnar ehf. tók Agnar Tr. Le'Macks sæti í stjórn félagsins. Þá voru Ragnheiður Agnarsdóttir og Margeir Steinar Ingólfsson endurkjörin.

Agnar býr að mikilli reynslu í stefnumótun, nýsköpun og ráðgjöf. Hann er frumkvöðull í matvælaframleiðslu og tækniþróun auk þess að þekkja frá fyrstu hendi þróunina frá hefðbundinni auglýsingagerð til nútíma markaðssetningar.

Agnar er stjórnarformaður samskiptafélagsins Aton.JL & ráðgjafi og einn stofnenda Good Good Natural Sweetness. Hann situr einnig í stjórn Fjártækniklasans & Brandr og er formaður verkefnisstjórnar um markaðsátakið Ísland - saman í sókn. 

Ragnheiður Agnarsdóttir er með meist­ara­gráðu í mannauðsstjórn­un frá Há­skóla Íslands og býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu. Hún var áður framkvæmdastjóri hjá Tryggingamiðstöðinni og átti þar í góðu samstarfi við Hugsmiðjuna. Ragnheiður býr því yfir verðmætri innsýn í væntingar og viðhorf viðskiptavina fyrirtækisins.

Auk þeirra er Margeir Steinar Ingólfsson stjórnarformaður. Margeir hefur starfað í Hugsmiðjunni frá stofnun félagsins og fer í dag fyrir ráðgjafahópi fyrirtækisins og viðskiptaþróun. Hann er einnig í eigendahópi Hugsmiðjunnar.

„Það er mikill fengur að fá Agnar inn í stjórnina, það er okkar trú að reynsla hans og innsýn á rekstri markaðs og hönnunar fyrirtækja muni nýtast okkur afskaplega vel. Enda krefst nútíma markaðssetning og þjónusta stefnumarkandi hugsunar með áherslu á samspil hönnunar og tækni.“

segir Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar. 

 


29.11.2024 : Nýr rekstrarstjóri Hugsmiðjunnar

Ingibjörg okkar hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hugsmiðjunnar

Nánar