Markaðssetning með samfélagsmiðlum

17.01.2016

Það dylst engum hvað máttur samfélagsmiðla er í dag mikill. Landslagið hefur breyst, nú kemur mesta traffíkin inn á vefi fyrirtækja af samfélagsmiðlum og að sama skapi eiga notendur miklu auðveldara með að hafa áhrif á ímynd fyrirtækja.

Við hjá Hugsmiðjunni vitum hvað samspil vefja og samfélagsmiðla er gríðarlega mikilvægt og höfum að undanförnu unnið að því að efla samfélagsmiðladeildina okkar með ráðningum, námskeiðum og samfélagsmiðlaráðgjöf til viðskiptavina.

Samfélagsmiðlar eru orðnir eitt mikilvægasta markaðstæki fyrirtækja því þar leynast tækifærin til að ná til fólks. Þeir sem læra að virkja rétta miðla á réttan hátt geta öðlast gífurlegt forskot og útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði heldur en með hefðbundinni markaðssetningu.

Gögn frá þessum miðlum má auðveldlega nota til að búa til markvissara efni og auglýsingar sem skila talsvert meiri árangri en áður var mögulegt með hefðbundinni markaðssetningu.

Við bjóðum upp á samfélagsmiðlaráðgjöf sem felur m.a. í sér:

  • Mótun samfélagsmiðlastefnu í samvinnu við þig og þitt fyrirtæki,
  • markhópagreiningu,
  • framleiðslu á efni,
  • umsjón með birtingum,
  • daglega umsýslu,
  • mælingar,
  • tengingar við áhrifavalda / vinsælar fígúrúr,
  • reglulegar skýrslur með yfirliti yfir árangur,
  • eftirfylgni.

Samfélagsmiðlar eru stórkostlega öflugt tæki og henta vel hvort sem fyrirtæki eða einyrkjar eru að reyna að selja vöru eða koma ákveðnum málstað á framfæri.

Heyrðu í okkur í síma 5 500 900 og fáðu nánari upplýsingar um samfélagsmiðlaráðgjöf Hugsmiðjunnar.

 

Samfélagsmiðlun sem virkar!

Vefakademía Hugsmiðjunnar heldur hið sívinsæla námskeið Samfélagsmiðlun sem virkar, en aðsóknin á þetta námskeið hefur verið frábær og hvert sæti setið.

Þar er m.a. kennt að móta samfélagsmiðlastefnu sem ber sýnilegan árangur fyrir fyrirtækið, farið er yfir dæmi um notkun á samfélagsmiðum sem eru til fyrirmyndar og kynntir eru eiginleikar og tækifæri helstu miðla.