Sjö góðar ástæður til að skrá sig á vinnustofu í stafrænum miðlum

14.05.2019

Viltu ná betri árangri í markaðssetningu á internetinu? Og spara pening? Þarftu aðstoð með verkefni sem þú ert með í gangi? 

Vefakademía Hugsmiðjunnar hefur undanfarin ár boðið upp á hagnýt námskeið í ýmsu sem viðkemur stafrænni miðlun og nú höfum við bætt við nýju námskeiði: Vinnustofu í stafrænum miðlum.

Í vinnustofunni lærir fólk að setja upp sínar eigin herferðir í auglýsingakerfum Facebook og Google. Vinnustofan er ætluð þeim sem vilja taka stafræna markaðssetningu föstum tökum undir handleiðslu sérfræðinga Hugsmiðjunnar.

Hérna eru sjö ástæður fyrir því að þú ættir að skrá þig.

1. Þú vilt betri árangur

Þú starfar við markaðsmál, hefur reynslu af því að kaupa birtingar á Facebook en vilt ná betri árangri með verkefni sem þú ert með í startholunum.

2. Hvað geri ég næst?

Í vinnustofunni verður núverandi staða á verkefnum, sem þátttakendur eru að vinna að, greind og aðstoðað við að útfæra næstu skref.

3. Þú vilt nýta fjármagnið betur

Í vinnustofunni er farið yfir hvernig á að nýta samspil kerfa og ná þannig sem mestum árangri fyrir sem minnst fjármagn.

4. Þú vilt fá ferskt sjónarhorn

Kennararnir á námskeiðinu fara yfir verkefni þátttakenda og nýta reynslu sína til að gefa þeim góð ráð út frá fersku sjónarhorni.

5. Þú vilt prófa sjálfvirkar auglýsingar

Hægt er að nýta tæknina til að gera birtingar á auglýsingum sjálfvirkar. Þetta hentar ýmsum ansi vel og við förum yfir þetta í vinnustofunni.

6. Hvernig á auglýsingin að líta út?

Framsetning á efni skiptir lykilmáli til að ná árangri. Í vinnustofunni er farið yfir hvað er líklegt til árangurs en einnig hvað maður á alls ekki að gera.

7. Business manager er frumskógur

Í vinnustofunni læra þátttakendur á þá fjölbreyttu möguleika sem Facebook Business Manager býður upp á.

Smelltu hér til að kynna þér vinnustofuna betur og skrá þig.