Þetta hefur alltaf verið gert svona!

05.11.2020

Hvað eiga allar þessar setningar sameiginlegt?

  • Þetta mun ekki virka.
  • Geggjað, en ég held að fólk þarna úti sé ekki tilbúið.
  • Þetta virkar kannski fyrir aðra, en þetta mun aldrei virka í okkar bransa.
  • Þetta hefur aldrei verið gert áður.
  • Þetta er svo flókin tækni.
  • Við þurfum að sofa á þessu.
  • Mér finnst eins og viðskiptavinirnir okkar eru séu ekki tilbúnir.
  • Við ætlum að bíða með þetta, við viljum vanda okkur og gera þetta svo vel.
  • Þetta hefur alltaf verið gert svona.


Jú, allar þessar setningar eiga það sameiginlegt að vera svör við frábærum hugmyndum. Góðum hugmyndum sem höfðu möguleika á að breyta heiminum til góðs, en lentu á borði þeirra sem óttast breytingar. 

Heiðarlegra hefði verið að segja eitthvað á þessa leið. 

  • Mér þykja breytingar óþægilegar.
  • Ég á erfitt með að höndla óvissu.
  • Það mun fylgja þessu allt of mikil streita og átök.
  • Ég get ekki selt þessa hugmynd áfram innanhúss.
  • Ég gæti misst starfið mitt ef þetta klikkar.
  • Ég þori ekki.


Gefum okkur augnablik til að hugsa „hvað ef þetta virkar?” áður en við svörum.

Óvissan hefur aldrei valdið mér vonbrigðum.


29.11.2024 : Nýr rekstrarstjóri Hugsmiðjunnar

Ingibjörg okkar hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hugsmiðjunnar

Nánar