Vefsíða vs. Veflausn

15.06.2020 Forritun Veflausnir

Þekkir þú muninn? Við hjálpum okkar viðskiptavinum að finna út hvaða lausnir henta þeim.

Vefsíða er vítt hugtak og okkur hjá Hugsmiðjunni þykir mikilvægt að greina á milli annars vegar vefsíðu og hins vegar veflausnar. Bilið þarna á milli getur nefnilega verið ansi stórt.

Þó svo að bílar eigi það sameiginlegt að vera með hjól sem snúast og koma okkur frá A til B þá eru þeir ansi fjölbreyttir. Hvort sem munurinn liggur í því að það er hiti í stýri og bakkmyndavél eða V8 vél, 2 eða 9 farþegar. Sama á við um vefsíður.

Vefsíða er vefur með nokkuð staðlaða virkni; leiðakerfi sem leiðir notendur um efni vefsins. Þetta efni er þá oftast upplýsingar, fréttir, greinar og myndir/myndbönd. Kannski form til þess að hafa samband, frekar staðlað.
Dæmi um einfalda vefsíðu er barn.is sem fór í loftið hjá okkur nú í vor.

Veflausn, sem er ekki síður vítt hugtak en vefsíða, er þó töluvert stærra. Ekkert endilega viðameira en sértækara. Það er kerfi með ákveðna sérvirkni sem er útbúið í ákveðnum tilgangi, til að leysa ákveðið vandamál.
Virknin gæti verið uppfletting og samþætting í fleiri kerfum, vinnsla og umsýsla einhverra gagna eða sala hvers kyns varnings. Dæmi um veflausnir eru bókunar -og skráningarkerfi fyrir Kirkjugarðasambands Íslands og Þjónustuvefur Mílu.

Oft þurfa viðskiptavinir sambland af þessu. Stöðluð vefsíða og veflausn; praktískar upplýsingar um starfsemina og svo eitthvað sem krefst sértækari virkni, eins og vefverslun eða stafræn þjónusta í allri sinni dýrð. Flottar, notandavænar og skilvirkar lausnir sem skila árangri.

Í dag er til fullt af kerfum sem gera okkur kleift að setja upp vefverslun. Shopify, WordPress með WooCommerce, Magento o.fl. eru með góðar veflausnir í boði sem ná utan um þarfir margra.

Ef við erum hinsvegar að ræða um kerfi þar sem halda þarf utan um skráningu jarðarfara, greiðslna til presta og kirkjugarða er ekki mikið um hilluvörur og þar komum við sterk inn. Við hönnum og smíðum vefi og veflausnir.

Hugsmiðjan hjálpar viðskiptavinum að finna út hvaða lausnir henta þeim.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira.

 

 

  • IMG_6242aWEB_1592233705759Forritarar Hugsmiðjunnar við störf
  • Kári Yngvason stjórnandi vefforritunar

29.11.2024 : Nýr rekstrarstjóri Hugsmiðjunnar

Ingibjörg okkar hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hugsmiðjunnar

Nánar