Veldisvöxtur í verslun á netinu fyrirséður
Markaðsrannsókn
Undanfarin þrjú ár hafa EMC rannsóknir í samstarfi við Hugsmiðjuna kannað netverslun Íslendinga. Niðurstöðurnar sýna að mikil aukning er að eiga sér stað í netkaupum og fyrirsjáanlegt að kaup á vörum og þjónustu muni halda áfram að vaxa mikið á næstu árum.
Fleiri vilja frekar kaupa á netinu en í fyrra. Fólk er að átta sig á þægindum og nálgast þessi hópur þá sem frekar kjósa að fara í verslun í fjölda. Veiran er líkleg til að hraða þróun netviðskipta. Þannig segja 23% hafa aukið innkaup heimilisins í gegnum netið vegna Covid-19. Þetta á við fólk í öllum lýðfræðihópum.
Framtíðin er núna
„Vöxturinn er rétt að byrja. Breytingin hefur verið hröð og í kortunum er veldisvöxtur í netviðskiptum.
Besti tíminn til að stíga inní framtíðina var fyrir nokkrum árum.
Næst besti tíminn er núna.“
Margeir Steinar Ingólfsson
Ráðgjafi og stjórnarformaður
Gríðarleg aukning fyrirsjáanleg í netviðskiptum Íslendinga næstu árin
Í nýjustu mælingum segist næstum þriðjungur hafa aukið netkaup sín á síðustu 12 mánuðum. Árið 2018 höfðu 38% aukið netkaup sín og 30% í fyrra. Mun færri hafa minnkað netkaup sín. Mikill meirihluti svarenda, eða 82% segist munu kaupa meira i gegnum netið eftir fimm ár. Þetta gildir um alla lýðfræðihópa og stéttir og ljóst að almenningur er reiðubúinn fyrir mikla og hraða þróun í þessum málum.
Næstum allir eru að kaupa vörur eða þjónustu á netinu
Allir 18-34 ára kaupa á netinu og 98% þeirra sem eru 35-54 ára. 86% þeirra sem eldri eru kaupa vörur eða þjónustu í gegnum netið. Fólk með meira á milli handanna er líklegra til að kaupa á netinu en samanburðarhóparnir.
Kaupir þú vörur eða þjónustu í gegnum internetið?
Greinileg snjóboltaáhrif framundan
Yfirgnæfandi meirihluti býst við aukningu á sinni notkun. Í ár eru þeir sem búast við aukningu 69 prósentustigum fleiri en þeir sem gera ráð fyrir minni notkun. Þeir sem eru í dag að kaupa oft og meira búast við enn meiri aukningu en aðrir. Það er því ljóst að staðan verður allt önnur á íslenskum netmarkaði eftir 5 ár.
Telurðu að þú munir kaupa meira eða minna í gegnum Netið eftir fimm ár en þú gerir núna?
Sóknarfæri fyrir netverslanir
Það er í höndum netverslana að ýta undir viðskipti með góðri upplifun. Ef þeim tekst að lækka sendingarkostnað og/eða bæta hraða og nákvæmni í tímasetningum afhendinga er það líklegt til að ýta undir frekari kaup. Hjá þeim sem versla lítið sem ekkert í dag virðist traust þeirra á öryggi persónu- og greiðsluupplýsinga vera stærri hindrun en hjá öðrum.
Hvað gæti orðið til þess að þú kaupir meira í gegnum Netið en þú gerir núna?
Veiran hefur haft greinileg áhrif
23,6% svarenda segjast sinna innkaupum meira í gegnum netið vegna Covid-19. Færslan til netverslunar er því líkleg til að vera hraðari en ef veiran hefði ekki komið til. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif staða sóttvarnarráðstafana mun hafa á komandi innkaupavertíð fyrir jólin 2020.
Vegna COVID-19 sinni ég innkaupum heimilisins í meira mæli í gegnum netið en áður
Fleiri vilja frekar versla á netinu
Þegar kannað er hvort fólk vill frekar versla á netinu eða fara í verslanir, fjölgar töluvert milli ára þeim sem kjósa netverslun. Nú falla 31% í þann hóp og hlutfall þeirra sem vilja frekar fara í búð lækkar lítillega. Það er því ekki lengur mikill munur á hlutfalli þeirra sem frekar vilja fara í verslun og þeirra sem vilja versla í gegnum netið. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni á næstu árum.
Almennt séð vil ég frekar kaupa vöru/þjónustu í gegnum Netið en fara í verslun og kaupa þar
Miklar umbreytingar
„Nú eru tímar mikilla umbreytinga í kauphegðun landans. Hefðbundnari leiðir eru að víkja fyrir nútímalegum viðskiptaháttum og fólk er að átta sig hratt á kostum netkaupa. Stærri hluti almennings kýs fremur að versla í gegnum netið en áður og veiran skæða hefur aðeins hraðað þeirri þróun. Ljóst að þau fyrirtæki sem bjóða upp á bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini munu skara fram úr.”
Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna
Mikilvægt að sitja ekki eftir
„Fyrirtæki þurfa að halda í við þessa þróun ef þau ætla ekki að sitja eftir. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að bregðast rétt við og koma til móts við þarfir viðskiptavinanna. Greining á núverandi stöðu og bestu nálguninni er einmitt það sem við hjálpum fyrirtækjum að gera.“
Ragnheiður Þorleifsdóttir
Framkvæmdastjóri
Skráðu þig frítt fyrir ítarlegri skýrslu
Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn EMC, en með skráningu á póstlista Hugsmiðjunnar býðst þér netverslunarhluti rannsóknarinnar ókeypis.
Sendu okkur einfaldlega póst með ósk um skráningu og við sendum skýrsluna um hæl.