Hugsmiðjan leitar að ráðgjafa

Hugsmiðjan er hönnunar- og hugbúnaðarhús sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með nýrri tækni.

Hjá Hugsmiðjunni er ákaflega metnaðarfullt en um leið notalegt og afslappað andrúmsloft. Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrsta flokks vinnustaður sem laðar að sér fagfólk með ástríðu fyrir að skapa yfirburða stafrænar lausnir.

Starfið felur í sér

  • Þróun lausna – samvinna við þróunarteymi til að tryggja að hugmyndir verði að raunverulegum lausnum

  • Ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini – skilgreining á þörfum þeirra, leiðsögn og ráðgjöf í þróunarferlinu

  • Verkefnastjórnun – ábyrgð á tímasetningum, fjárhagsáætlun og verkáætlun verkefna

  • Vinnustofur – undirbúningur og framkvæmd vinnustofa með viðskiptavinum til að safna hugmyndum og þörfum

Hæfniskröfur 

  • Leiðtogahæfni: Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun

  • Hæfileiki til að leiða vinnustofur af krafti og skipulagi

  • Hæfileiki til að hrífa fólk með og hafa áhrif

  • Skilvirk samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk

  • Tilfinningagreind og góð þekking á mismunandi hæfileikum innan teymis

  • Háskólapróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar, greiningu- og notendaupplifun

Á meðal verkefna

  • Skipulag verkefna innan teymis

  • Hugmyndavinna með viðskiptavinum og teymi

  • Skipuleggja vinnustofur með viðskiptavinum og kynna niðurstöður greiningafasa fyrir hagsmunaaðilum

  • Kortleggja verkefni í samstarfi við viðskiptavini

  • Tryggja framgang og gæði verkefna

 

Við bjóðum

  • Krefjandi og skapandi verkefni með metnaðarfullum viðskiptavinum

  • Teymi sem samanstanda af fagfólki

  • Vinalegt starfsumhverfi og fjölskylduvæna starfsmannastefnu

  • Öfluga nýliðamóttöku

  • Góða liðsheild og góð samskipti

  • Samkennd og virðingu

  • Þekkingarumhverfi

  • Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi

  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika

  • Heilsueflandi vinnustað

  • Sveigjanleika á vinnutíma og möguleika á sex tíma vinnudegi

Hafðu samband

Heyrðu í okkur ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið.

Sendu okkur ferilskrá og kynningarbréf á starf@hugsmidjan.is

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk.