Strategía
Strategía Hugsmiðjunnar var margþætt með skýrt markmið; að ná 100.000 undirskriftum gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur og um leið fræða fólk um staðreyndir varðandi hvalveiðar íslendinga.
01 Undirskriftavefur
Hugsmiðjan lagði til alla strategíu sem fólst í því að safna undirskriftum rafrænt með snjöllum hætti.
02 Samfélagsmiðlaherferð
Samfélagsmiðlar voru nýttir til að ná til erlendara ferðamanna og íslenskra dýravina.
03 Tónleikar
Vinsælt tónlistarfólk ljáði málstaðnum stuðning sinn í verki með mögnuðum tónleikum.
Magnaðir tónleikar í einstöku umhverfi
Skipulagður var stór viðburður þar sem vinsælir tónlistarmenn komu fram í Hvalasafninu til að vekja fólk til umhugsunar um átakið.
Átakið skilaði miklum árangri, markmiðum með undirskriftum var náð og vel það! Einnig skilaði átakið almennri vitundarvakningu um málefnið.