Vatnajökulsþjóðgarður

Að færa jökulinn nær
Þjónustur
Vefhönnun, notandaupplifun/UX, vefmælingar, forritun, efnisskipulag
Um verkefnið
Nátturan og menningararfurinn kringum Vatnajökul eru einsdæmi, afleiðing eldsumbrota og loftslags þar sem hlýir og kaldir hafstraumar mætast. Þessi samsetning hefur skapað fjölbreytt og síbreytilegt umhverfi sem leyfir gesti að upplifa virkni jarðarinnar í nánd. Vatnajökulsþjóðgarður laðar til sín þúsundir gesta ár hvert.
Til að veita gestum betri upplifun og tryggja að upplýsingar um náttúru, gönguleiðum og aðgengi var þörf á öflugri og notendavænni vefsíðu. Markmiðið var að miðla fræðslu, hvetja til náttúruverndar og einfalda umsóknarferli fyrir leyfi og rannsóknir.
Hugsmiðjan var valin í verkefnið vegna sérþekkingar sinnar á stafrænum lausnum fyrir opinbera aðila og ferðamannastaði. Með áherslu á aðgengi, skýra notendaupplifun og tæknilega öfluga lausn tryggði Hugsmiðjan að ný vefsíða Vatnajökulsþjóðgarðs styðji við náttúruvernd, fræðslu og upplifun gesta.
Ferðalagið
Á vefnum geta notendur kannað útivistarmöguleika, en líka skoðað öll svæði þjóðgarðsins, áfangastaði, ferðamannamiðstöðvar, og þjónustu eins og tjaldsvæði og gestastofur. Fræðiefni um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á jöklum Íslands er líka innan handar.
Tilgangur nýja vefsins var að leyfa stórfengna náttúru Íslands að njóta sín og fanga athygli notenda. Við greindum ýmsa markhópa, og skilgreindum markmið og virkni vefsins. Ítarleg greining gerðum okkur kleift um að forgangsraða markhópana og veita þeim vel skipulagt efni miðað við þarfir þeirra.
Hönnunarnálgun
Aðferð
Uppbygging og skipulag vefsins voru endurhönnuð til að auðvelda notkun notenda. Allt lesefnið var endurskrifað, með áherslu á að gera það léttara, í samspili við fallegt myndefni frá þjóðgarðinum. Við lítum á vefinn sem rafræn ferðamannamiðstöð, þar sem gestir geta aflað upplýsinga og innsæis um svæðið. Náttura og saga eru miðpunktur þjóðgarðsins, en við reyndum að láta vefinn færa fólk nær þeim með litum, letri og ljósmyndum.
Tæknileg mál
Vefumsjón og vinnsla gönguleiða
Prismic er vefumsjónarkerfið sem varð fyrir valinu. Gönguleiðavirkni var forritað með notkun gagna frá Landmælingum Íslands.
Efnisþróun
Nátturan í sífelldri breytingu
Vatnajökulsþjóðgarður er samansettur af jöklinum, stórum svæðum í kringum hann, og þónokkrum sveitafélögum. Á nýja vefnum má skipuleggja ferðina með því að kanna svæðið, og velja ferðamannamiðstöðvar og gönguleiðir sem henta fyrir alla fjölskylduna.
Þar er líka að finna ráðleggingar, öryggisupplýsingar og viðvaranir, meðal annars um lokun gönguleiða og ýmsar hættur, enda stór hluti af þjóðgarðinum er á hálendinu þar sem veðrið tekur snöggum breytingum.
Draga fram það sem skiptir máli fyrir notandann

Við höfðum miklar væntingar til Hugsmiðjunnar og okkur finnst nýr vefur standast þær. Við erum ótrúlega ánægð með allar þær lausnir sem komu frá Hugsmiðjunni og þau náðu að draga fram það sem skiptir máli fyrir notandann úr þeim djúpa potti af efni sem virtist alltaf dýpka. Samskiptin voru virkilega góð og það skipti okkur máli hversu vel þau skoðuðu efnið og óskir okkar og fundu ávallt lausnir og tækifæri. Við hlökkum til að þróa vefinn áfram með Hugsmiðjunni og þjónusta þannig náttúru og fólk af metnaði og hugsjón.
Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Verðlaun og viðurkenningar
Opinber vefur ársins