Stafrænt notandavænt bókunarferli í aðalhlutverki
MyCar.is leggur áherslu á gott aðgengi á minni skjám og vefurinn er mjög aðgengilegur á öllum skjástærðum, enda heimsækir markhópurinn vefinn að mestu í gegnum símtæk. Góðar og aðgengilegar upplýsingar um bílana eru í forgrunni og þeir eru flokkaðir eftir þörfum notenda.
Litir MyCar ásamt fallegu myndefni af bílunum sem eru í boði spila stórt hlutverk en í aðalhlutverkinu er notendavænt stafrænt bókunarferli með tengingar við flotastýringar- og bókunarkerfi sem skilar rauntímaupplýsingum um vöruframboð og aukahluti. Bókunarvélin fylgir notendum í gegnum allan vefinn.
Við hlustum á kröfuharða notendur
UX teymi Hugsmiðjunnar kom að verkefninu strax við upphaf hönnunar og fylgdi með í gegnum alla þróunina á vefnum. Notendur eru kröfuharðir og hegðun þeirra breytist ört og því mikilvægt að hlusta vel og mæta þörfum í takt við hraðar breytingar í stafrænum heimi.
Bókunarvélin var prófuð sérstaklega og ítranir á henni gerðar í takt við niðurstöður prófana. Eftir að vefurinn fór í loftið höfum við fylgst vel með notkun og hegðun notenda og breytt og bætt flæðið eftir þörfum.
Samstarfið við MyCar er bara rétt að hefjast og við hlökkum til að halda áfram að þróa þennan fallega vef áfram með þeim.
Þungamiðja í allri markaðssetningu
Teymið hjá Hugsmiðjunni var ótrúlega fljótt að setja sig inn í fyrir hvað við stöndum og þann myndheim sem við vildum skapa í hinu stafræna umhverfi. Hönnun, function og allir detailar á vefnum eru ótrúlega vandaðir.
Öll vegferðin frá fyrsta fundi og þar til vefurinn fór í loftið var vonum framar. Áframhaldandi þróun verður á vefnum enda er hann þungamiðja í allri markaðsetningu fyrirtækisins og erum við gríðarlega spennt fyrir framhaldinu.
Bjarki Björgvinsson
Markaðsstjóri
Vélrænar þýðingar
Sem hluti af framúrskarandi notendaupplifun þarf vefur MyCar að vera aðgengilegur á nokkrum tungumálum. Notendur vefsins koma frá öllum heimshornum og tala mismunandi tungumál. Þar sem notendur eru fjölbreyttir skoðuðum við hvaða leiðir væru í boði til geta bætt við fleiri tungumálum eftir þörfum. Í samráði við Bjarka og teymið hjá MyCar ákváðum við að notast við Cloud translation hugbúnað frá Google sem býður upp á vélrænar þýðingar á öllum vefnum.
Greinar, upplýsingar um bílana og sjálf bókunarvélin eru þýddar með þessum hugbúnaði og því auðvelt fyrir okkur að bæta við fleiri tungumálum eftir þörfum. Vélrænar þýðingar eru ekki hárnákvæmar en við segjum notendum strax frá því að vefurinn notar hugbúnað til að þýða efnið og þetta hefur gefið góða raun. Notendur eru ánægðir með að sjá sitt tungumál í boði sem veitir þeim öryggi og tryggir að þau finni sinn bíl og klári bókunarferlið hratt og örugglega.