Hafðu alltaf rétta tónlistann við hendina

  • Viðskiptavinur
  • Tónlistinn

Á Íslandi eru um 100 þúsund skráðir Spotify notendur. Við hjálpum þeim að finna réttu tónlistina fyrir rétta tilefnið - á sem auðveldastan hátt. Markmiðið með verkefninu er að kynna íslenska tónlist á streymisveitunni Spotify - til hagsbóta fyrir flytjendur og höfunda. Tónlistin er aðalatriði.

Vefurinn var tilnefndur sem markaðsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Það er aukaatriði.

 



Fyrir alla sem hlusta á tónlist

Hróður íslenskra tónlistamanna nær vítt og breitt. Á Tónlistanum er að finna sérvalda tónlista eftir listafólk sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tónlistarnir eru eins margvíslegir og fólkið sem setur þá saman, en eiga það allir sameiginlegt að vera eitursvalir.


Sveigjanlegt viðmót

Einkennandi myndefni fangar fjölbreytileika efnisins á vefnum og getur breyst eftir þörfum. Það vinnur með miðlinum, eykur vægi hönnunarinnar og gerir hana einstaka.

Persónulegir lagalistar

Listafólk svarar spurningum með lögum á Spotify og tengir þannig lagaval við skoðanir sínar og persónulegar lífsreynslur.

Vinatónar Nova

Hægt er að velja vinatóna eftir listafólk vikunnar hverju sinni.

Þú finnur réttu stemninguna á Tónlistanum

Lagalistar fyrir hvert tilefni og alla aldurshópa.


Tónlistinn

Lagalistar, LISTAfólk og allt hitt er að sjálfsögðu aðgengilegt á öllum skjástærðum.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Tónlistinn


Tékkaðu á tonlistinn.tv

Samstarfsaðilar

Nova
Félag hljómplötuframleiðenda
STEF

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Samskip

Siglinganet fyrir flutningafyrirtæki í fararbroddi

Hugsmiðjan hannaði nýjan vef fyrir Samskip til þess að einfalda og auka þjónustu þeirra við sína viðskiptavini. Viðskiptavinir Samskipa geta núna fylgst með sendingum sínum í rauntíma á vef flutningafyrirtækisins. Skip félagsins eru einnig merkt inn á rauntímakort og hægt er að fylgjast með ferðum þeirra um allan heim. Hugsmiðjan setti einnig upp siglinganet sem sýnir allar ferðir Samskipa um Evrópu og Norður-Ameríku.

Þjónustuskrifstofa FHS

Aðalvefur FHS og fimm vefir stéttarfélaga

Endurmörkun Samfylkingarinnar

Nýtt merki og vefur

Hugsmiðjan fékk það skemmtlega verkefni að fara með Samfylkingunni í gegnum allsherjar endurmörkun á 20 ára afmæli flokksins. Útkoman er stílhrein og nútímaleg ásýnd sem nýtur sín vel á nýjum vef ásamt nýju merki.

Lesa meira

Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?