Hafðu alltaf rétta tónlistann við hendina

  • Viðskiptavinur
  • Tónlistinn

Á Íslandi eru um 100 þúsund skráðir Spotify notendur. Við hjálpum þeim að finna réttu tónlistina fyrir rétta tilefnið - á sem auðveldastan hátt. Markmiðið með verkefninu er að kynna íslenska tónlist á streymisveitunni Spotify - til hagsbóta fyrir flytjendur og höfunda. Tónlistin er aðalatriði.

Vefurinn var tilnefndur sem markaðsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Það er aukaatriði.

 



Fyrir alla sem hlusta á tónlist

Hróður íslenskra tónlistamanna nær vítt og breitt. Á Tónlistanum er að finna sérvalda tónlista eftir listafólk sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tónlistarnir eru eins margvíslegir og fólkið sem setur þá saman, en eiga það allir sameiginlegt að vera eitursvalir.


Sveigjanlegt viðmót

Einkennandi myndefni fangar fjölbreytileika efnisins á vefnum og getur breyst eftir þörfum. Það vinnur með miðlinum, eykur vægi hönnunarinnar og gerir hana einstaka.

Persónulegir lagalistar

Listafólk svarar spurningum með lögum á Spotify og tengir þannig lagaval við skoðanir sínar og persónulegar lífsreynslur.

Vinatónar Nova

Hægt er að velja vinatóna eftir listafólk vikunnar hverju sinni.

Þú finnur réttu stemninguna á Tónlistanum

Lagalistar fyrir hvert tilefni og alla aldurshópa.


Tónlistinn

Lagalistar, LISTAfólk og allt hitt er að sjálfsögðu aðgengilegt á öllum skjástærðum.

Góðar lausnir byggja á traustu samstarfi.

Viðskiptavinur

Tónlistinn


Tékkaðu á tonlistinn.tv

Samstarfsaðilar

Nova
Félag hljómplötuframleiðenda
STEF

Verkþættir Hugsmiðjunnar

Hugmyndavinna

Hönnun

Vefforritun

Markaðsráðgjöf

Minningar

Minningin lifir

Dagur íslenskrar tónlistar

Gera sem allra mest fyrir íslenska tónlist

Hugsmiðjan tók að sér að halda utan um Dag íslenskrar tónlistar sem var haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 6. Desember 2018. 

Ásamt því augljósa, að hampa íslenskri tónlist og tónlistarmönnum, var verkefnið að auka vitund almennings um daginn, fá fjölmiðla til að styðja við verkefnið með umfjöllun og gera sem allra mest úr takmörkuðu fjármagni sem viðburður sem þessi hefur úr að spila. 

Strætó

Markaðsherferð Strætó fyrir ferðamenn á Íslandi

  • Viðskiptavinur Strætó

Með fjölgun erlendra ferðamanna hafa skapast spennandi tækifæri fyrir Strætó til að benda á þennan hagkvæma ferðakost. Strætó hefur undanfarin ár tekið eftir auknum straumi ferðamanna í vagnana sína ásamt því að rannsóknir okkar sýndu fram á mikinn fjölda daglegra leita á Google sem tengjast þjónustu Strætó. Við töldum því vera mikið tækifæri í að kynna Strætóappið fyrir ferðamönnum.


Hjólum í þetta saman

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?

Við erum að hlusta

Viltu gera góða hluti á netinu? Ertu með metnað, áhuga og framkvæmdagleði til að ná þínum markmiðum?