Hugsmiðjan átti annasamt
ár í
stafrænni vöruþróun.
vefhönnun.
markaðsetningu.
vefauglýsingum.
forritun.
markaðsherferðum.
efnisvinnslu.
kennslu.
samfélagsmiðlaherferðum.
listrænni stjórnun.
ljósmyndun.
Stiklum á stóru.
Karlaklefi Krabbameinsfélagsins
Í karlaklefum landsins er spjallað um allt mögulegt – við settum upp einn til viðbótar! Karlaklefinn er vefur um heilsu, forvarnir og auðvitað krabbamein: Skrifaður fyrir karlmenn og aðstandendur þeirra.
Tónlist í takt við tímann
Við fengum að kynnast íslensku tónlistarfólki á persónulegan og nýstárlegan hátt þegar við tengdum Nova saman við listafólk Tónlistans í gegnum lagabanka Instagram. Við erum óhrædd við að feta ótroðnar slóðir og nýta nýjungar nýrra miðla og miða markvisst á réttan markhóp með markaðsefni sem virkar.
Stafræn bylting í bígerð hjá borginni
Hugsmiðjan, hönnunarstofan Krot og Reykjavíkurborg hófu spennandi samstarf á árinu til að auka gæði í stafrænum verkefnum borgarinnar.
Unnið er hörðum höndum að nýju hönnunarkerfi fyrir Reykjavík og við getum ekki beðið eftir því að sýna ykkur meira en verkefnið verður kynnt síðar á árinu.
Karnival á Klapparstíg
Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, tryllti gesti Menningarnætur með þéttum töktum. Það var okkur sönn ánægja að leyfa Reykvíkingum að finna fyrir orkunni sem Margeir deilir með okkur daglega.
Myndbandið var framleitt í samvinnu við Snorri Bros fyrir Nova & DJ Margeir.
- 630Fjöldi nemanda sem sóttu námskeið á árinu
- 38Fjöldi námskeiða haldin á árinu
- 96Ánægja meðal nemenda
Virkilega vel framsett og fróðleikt. Gaf manni mikið að sjá alvöru dæmi um samfélagsmiðlun sem virkar. Ég mun klárlega mæla með þessu námskeið fyrir þá sem vilja ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Geir Gunnar Markússon Næringafræðingur, NLFÍ
EES-samningurinn á mannamáli
Utanríkisráðuneytið og Hugsmiðjan, í samstarfi við myndlistakonuna Helgu Páley Friðþjófsdóttur, unnu saman að gerð fimm skemmtilegra skýringarmyndbanda sem fjalla um ávinning EES-samningsins en hann hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks á Íslandi, þó allir átti sig ekki endilega á því.
Nýr vefur Árborgar
Árborg setur markið hátt við þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og einn lykilþáttur í því er að bjóða upp á framsæknar stafrænar lausnir. Nýr vefur sveitarfélagsins fór í loftið í lok árs og er liður í því að einfalda þjónustuna við bæjarbúa.
Nýtt Íslandsbankaapp
Hugsmiðjan hannaði nýtt app Íslandsbanka. Allar aðgerðir voru endurskoðaðar, styttar og bættar með bestu notendaupplifun að leiðarljósi. Viðskiptavinir geta nú sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í appinu á einfaldan hátt. Áhersla var lögð á að einkenni Íslandsbanka kæmi sterkt fram og myndi skera sig úr fjöldanum.
Skoða verkefniVið þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir samstarfið á árinu.
2020 komdu fagnandi
Takk fyrir frábært ár!