Kraftmikið ár
í breytingum.
í hugbúnaðarþróun.
í þjónustuhönnun.
í kvikun.
í tilnefningum.
í hönnunarkerfum.
í apphönnun.
í mörkun.
í ljósmyndun.
í forritun.
í vefhönnun.
í greiningum.
í vinnustofum.
Lítum yfir árið 2023…
Mínar síður
Mikil vinna hefur verið lögð í áframhaldandi þróun á Mínum síðum inn á island.is – m.a. nýtt leiðarkerfi fyrir sívaxandi þjónustuframboð, nýtt pósthólf með bættri notendavirkni og fleira.
Á Mínum síðum getur almenningur nálgast allar upplýsingar og samskipti við ríkið á einum stað sem er ómetanlegt þegar kemur að tímasparnaði og yfirsýn fyrir fólkið í landinu. Það er ótrúlega gefandi að taka þátt í skapa lausnir sem virkilega breyta lífi fólks .
"Við hjá Myndlistarmiðstöð erum í skýjunum með nýjan vef og samstarfið við Hugsmiðjuna. Verkefnið var stórt og þurfti að samþætta efnismikla vefi. Hugsmiðjan skildi verkefnið strax frá upphafi og vann það af áhuga og alúð. Það skipti okkur miklu máli að fá fagfólk með okkur og hugsa vefinn út frá nýjum sjónarhornum. Samstarfið var frábært, öll samskipti góð, fagmennskan alltaf í fyrirrúmi og starfsfólk Hugsmiðjunnar var mjög lausnamiðað og útsjónarsamt."
Auður Jörundsdóttir Forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar
Íslensku tónlistarverðlaunin
Nýr vefur íslensku tónlistarverðlaunanna heldur utan um merka sögu verðlaunahafa og tekur á móti tilnefningum til næstu verðlauna.
Isavia
Isavia kynnti endurmörkun á Keflavíkurflugvelli á árinu undir nýju nafni KEF með ítarlegri stafrænni vörumerkjahandbók. Hönnun brandsins var í höndum Brandenburgar og vefurinn hannaður af Arnari Ólafs. Við sáum um kvikun, forritun á viðmóti og virkni á veflausninni. Áframhaldandi þróun við veflausnir Isavia eru framundan og verður spennandi að kynna síðar.
EFLA Engineers
Markmið alþjóðlegs vefs EFLU er að kynna þjónustuframboð fyrirtækisins utan landsteinanna. Lagt var upp með að hönnun vefsins væri kraftmikil og eftirtektarverð, en byggi á sama tíma yfir ákveðinni mýkt með ávölum formum og fallegum ljósmyndum. Vefurinn veitir notendum einfalt aðgengi að þjónustu, ásamt því að endurspegla gildi og menningu fyrirtækisins og ýta undir traust og trúverðugleika EFLU. Hlutverk vefsins er síðast en ekki síst að vekja athygli á þeim fjölbreyttu verkefnum sem EFLA vinnur að um allan heim.
Inside the volcano
Nýr vefur með áherslu á einfalt bókunarferli fyrir eina staðinn í heiminum þar sem hægt er að síga niður í óvirkt eldjall. Ljósmyndir skipa stórt hlutverk og upplifunin í heimsókn í eldfjallið endurspeglast í hönnun vefsins sem gefur notendum sýn inn í þessa mögnuðu veröld.
"Hugsmiðjan hjálpaði okkur mikið við að finna nálgunina á verkefnið; hvernig við getum nýtt tæknina og hvernig við getum haldið áfram að byggja ofan á það sem komið er. Við erum mjög ánægð hvernig tekist hefur til."
Ari Brynjólfsson KYNNINGARSTJÓRI FÍH
Við leggjum okkur fram við það að kynnast vel okkar viðskiptavinum, þeirra styrkleikum og áskorunum í upphafi verkefna – með því að hlusta og rýna í gögnin. Til þess að skapa virði þarf að setja markmið, fylgja þeim eftir og mæla árangur.
Elísabet Karlsdóttir UX sérfræðingur
-
Þorri, forritari
-
Kristján, hönnuður með Kára og Geir, forriturum
MyCar
Ný veflausn MyCar leggur áherslu á að notendum sé tryggður sá bíll sem þeir bóka. Bókunarvélin sjálf er aðalatriði vefsins og fylgir notendum í gegnum allt ferlið. Með tengingu við flotastýringar- og bókunarkerfi, sem skilar rauntímaupplýsingum um framboð, tryggjum við að rétti bíllinn sé í boði og hámörkum notendaupplifun. Vefurinn býður upp á vélrænar þýðingar á sjö mismunandi tungumálum til að ná til markhóps sem kemur frá öllum heimshornum! Öflug veflausn og frábært samstarf við MYCAR Rental in Iceland
Lesa um verkefnið-
Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikkona
-
Íris Tanja Flygenring, leikkona.
Vatnajökulsþjóðgarður
Á að ferðast um landið í ár? Við mælum með heimsókn í Vatnajökulsþjóðgarð.
Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni. Á nýjum vef fær stórbrotin náttúra að skína í gegn og hrífa notendur með sér.
Við erum ótrúlega ánægð með allar þær lausnir sem komu frá Hugsmiðjunni og hlökkum til að þróa vefinn áfram með þeim og þjónusta þannig náttúru og fólk af metnaði og hugsjón.
Stefanía Ragnarsdóttir Fræðslufulltrúi
Vefverðlaunin
Við fengum 16 tilnefningar fyrir 12 ólíkar veflausnir og uppskárum verðlaun fyrir fjórar stafrænar lausnir auk sérstakra aðgengisverðlauna sem við erum einstaklega þakklát fyrir.
Jiko Onboarding
Hugsmiðjan tók að sér hönnun og viðmótsforritun á nýju onboarding flæði fyrir bandaríska fyrirtækjabankann Jiko. Áhersla var lögð á að ferlið væri aðgengilegt, hnökralaust og skýrt.
Félag lykilmanna
Félag lykilmanna er öðruvísi stéttarfélag sem leggur áherslu á öflugan sjúkrasjóð. Við settum í loftið nýja herferð; Bara það sem skiptir máli og framleiddum myndbönd og ljósmyndir í samstarfi við Árna&Kinski og Elínu Eddu.
Truenorth Talent
Vefur Truenorth Talent byggir á hönnun meginvefs framleiðslufyrirtækisins. Markmið vefsins er halda utan um sérvalið safn leikara, leikstjóra, handritshöfunda, tónliskálda og ljósmyndara á vegum Truenorth.
2024 komdu fagnandi
Þegar allt kemur til alls snýst þetta bara um... fólkið í kringum okkur. Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum kærlega fyrir samstarfið og traustið á árinu – sjáumst í Hafnarstrætinu!