Vefverðlaunin fest á filmu

Íslensku vefverðlaunin
Gleðin var við völd í Hörpu og í Hugsmiðjunni
Það var eftirvænting í loftinu síðasta föstudag þegar við hittumst í Hugsmiðjunni og stilltum saman strengi fyrir uppskeruhátíð vefiðnaðarins – Íslensku vefverðlaunin 2025.
Það var gaman að ganga saman í Hörpu og fá viðurkenningu fyrir þau verkefni sem við höfum lagt blóð, svita og tár í - en Hugsmiðjan hlaut samtals 15 tilnefningar og 6 verðlaun.
Við erum ótrúlega stolt af teyminu okkar, samstarfsfólki, viðskiptavinum og öllum þeim sem komu að þessum verðlaunuðu verkefnum. Þetta er samvinna í lagi.
Eftir formlegheitin færðum við gleðina aftur heim í Hugsmiðjuna þar sem starfsfólk, viðskiptavinir og kollegar úr greininni skáluðu, dönsuðu og skemmtu sér fram á nótt.
Annars tala myndirnar sínu máli en gleðin var fest á 35mm filmu.