Kúltúr

Hugsmiðjan er meira en vinnustaður – við erum þétt teymi sem leggur metnað í að skapa framsæknar lausnir með skýrri sýn og öflugri samvinnu - af heiðarleika og fagmennsku.

Okkar leiðarljós

Okkar kúltúr byggir á gagnkvæmri virðingu, lausnamiðaðri hugsun og ábyrgð – við tökum verkefnin okkar alvarlega en festumst ekki í smáatriðum.

Góð samskipti eru grunnurinn að árangri. Við segjum það sem við hugsum, því við vitum að opinská og skýr samskipti eru lykillinn að öflugri teymisvinnu. Vandamál eru ekki hindranir – þau eru áskoranir sem við leysum saman. Við drögum forsendur og aðferðir í efa, en aldrei viðleitni, ásetning eða metnað.

Við berum virðingu fyrir tíma okkar og annarra. Við vinnum markvisst undir tímapressu og vitum að tíminn er verðmætasta eignin okkar. Ef við sjáum að við náum ekki settum tímamörkum, látum við vita strax – við bíðum ekki og vonum.

Við göngum óhrædd í öll verkefni og tökum ábyrgð á mistökum okkar. Við lærum af þeim, lögum þau og deilum þekkingunni. Við trúum að árangursrík teymi hjálpist að og bjóðum fram aðstoð þegar við höfum eitthvað fram að færa.

Við erum metnaðarfull, lausnamiðuð og okkur stendur ekki á sama.

„Kúltúr Hugsmiðjunnar er samofinn forvitni og ábyrgð, þar sem fagmennska og hlý samskipti mynda jarðveg fyrir skapandi hugsun. Við búum til rými – fyrir vöxt, endurmenntun og það að næra andann. Þegar fólk fær að blómstra, verða verkefnin sterkari og sannari.“

– Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar

Vegferðin

Í yfir tvo áratugi höfum við unnið með fjölbreyttum viðskiptavinum, tekist á við krefjandi áskoranir og byggt upp dýrmætt innsæi sem skilar árangursríkum lausnum. Við höfum fengið nokkrar viðurkenningar á þeirri vegferð – en aðal verðlaunin er árangur þeirra lausna sem við sköpum.

  • Icelandic Web awards / SVEF

    • 65 Nominations
    • 12 awards
  • Awwwwards

    • 4 Honorable Mentions
  • Site Inspire

    • 1 showcase
  • Accessibilty awards

    • 8 awards
  • Business of the year

    • 3 nominations

Skrifstofan sem sýningarsalur

Steingrímur Eyfjörð

Conversation with Brad and Ási. 2016

Þórdís Erla Zoega

Netið / The Net. 2020

Kristín Dóra Ólafsdóttir

Þegar allt kemur til alls/After all. 2020

David Horvitz

Textaverk. 2017

Hrafnkell Sigurðsson

Fæðing guðanna / Freeze Frame. 2020

Hrafnkell Sigurðsson

Induction 1-2, dyptichh

Þórdís Erla Zoega

Ljósaskipti. 2021