Þjónusta

Lausnir sem virka og skapa raunverulegt virði

„Með réttri stefnumótun, notendavænni hönnun og tæknilausnum sem standast kröfur framtíðarinnar hjálpum við fyrirtækjum að ná markmiðum sínum. En við förum ekki frá borði eftir afhendingu – við stöndum með þér í rekstrinum líka.“

Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar
Leiðin að árangri

Góð þjónusta skiptir máli

Samkeppni er hörð, væntingar notenda eru háar og tæknin er í stöðugri þróun. Til að ná árangri þarf skýra stefnu, traustan tæknigrunn og öfluga rekstrarþjónustu sem tryggir stöðugleika til framtíðar.

Aðferðarfræði

Við erum kvik („agile“) og notum hönnunarhugsun ( „Design Thinking“) til að tryggja skilvirkni, sveigjanleika og stöðugar endurbætur. Við vinnum í stuttum sprettum og prófum og betrumbætum í rauntíma, þannig að lausnirnar þróist í takt við þarfir þínar og breytt landslag markaðarins.

Hvað gerum við í raun

Við veitum heildstæða stafræna þjónustu sem spannar allan líftíma lausnarinnar – frá stefnumótun og hönnun til sérsniðinnar þróunar, markvissrar markaðssetningar og áreiðanlegs rekstrar.