BHM

  • SVEF Fyrirtækjavefur ársins
  • Awwwards - Honorable mention
  • Verkalýðsfélag

BHM

Skýr og léttur

Þjónustur

Vefhönnun, notandaupplifun (UX), forritun, efnishögun, efnisvinnsla, ljósmyndun

Um verkefnið

Bandalag háskólamanna (BHM) þurfti á nýrri veflausn að halda til að veita félagsmönnum sínum, sem starfa hjá ríkisstofnunum, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði, aðgengi að mikilvægum upplýsingum um réttindi sín, þjónustu og starfsemi BHM.

Vefurinn þurfti því að vera nýstárlegur, gagnvirkur og notendavænn til að þjónusta breiðan hóp félagsmann. Hugsmiðjan var valin í verkefnið vegna farsæls samstarfs við BHM í yfir áratug, þar sem hún hefur sannað sig í að þróa veflausnir sem sameina vandaða hönnun og framúrskarandi notendaupplifun. Með sérþekkingu Hugsmiðjunnar var hægt að gera flóknu hlutina einfalda og sniðna að þörfum BHM og félagsmanna.

BHM Myndasafn

Ljósmyndun fyrir BHM

Jóhanna Þorkelsdóttir og Birna Þorkelsdóttir

Að skrifa fyrir vefinn og efnisgerð

Í samvinnu við textasmiði hjá BHM prófuðum við okkur áfram og unnum með afmarkaða kafla vefsins þar til við áttum fyrirmyndir að dæmigerðum efnistegundum sem við gátum stuðst við. Hluti af ferlinu fólst líka í því að horfast í augu við sumir textar, t.d. varðandi lögfræðileg álitamál vinnuréttar, þurfa að fá að vera margorðir og verða kannski seint spennandi lesning fyrir hinn dæmigerða lesanda.

Þórarinn Stefánsson, ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni
Innsýn í ferla
Leiðarljós

Wow factorinn

Nálgun

BHM hafði nýlega farið í gegnum endurmörkun hjá auglýsingastofunni Kontor og fengum við í kjölfarið í hendurnar ferska litapallettu og nýtt logo sem var spennandi að vinna með. En sjónræn sjálfsmynd samanstendur af fleiri þáttum, þar á meðal ljósmyndun. Fólk myndar sér skoðun aðeins 50 millisekúndum, þannig að það sem tekur á móti þínum viðskiptavinum þarf að hafa „wow“ factor! Við ákváðum því að ná utan um starfssvið og stemmningu með heildstæðum ljósmyndatökum.

Umgjörð

Efni

Umfangsmikið efni og mörg viðfangsefni

Í efnisvinnslu fyrir nýja vefinn lögðum við upp með dálítið annan tón og reyndum að forðast beinar afritanir af gamla vefnum, en um leið gæta þess að mikilvægar upplýsingar væru ekki að glatast. Hönnun nýja vefsins mótar töluvert aðra umgjörð um efnið, til dæmis með því að leyfa ekki veftrénu að verða mjög djúpt.

Í skýjunum með útkomuna

Það var stórt verkefni að endurgera vef BHM frá grunni. Markmiðið var að setja fram efni sem oft virkar flókið með sem einföldustum hætti þannig að vefurinn yrði mun aðgengilegri, persónulegri, snjallari og léttari en áður. Hugsmiðjan kom að öllum þáttum þessarar vinnu með okkur, allt frá því að móta áherslur í að aðstoða við textaskrif og taka myndir fyrir vefinn. Sjónræni þátturinn skiptir mjög miklu máli og góð hönnun, myndir og skýr texti spila lykilhlutverk í að fanga athygli notandans og leiða hann áfram. Allt tókst þetta einstaklega vel og við erum í skýjunum með útkomuna.

Þórhildur Þorkelsdóttir, Kynningarstjóri BHM

Verðlaun og viðurkenningar

  • Awwwards

    • Upphlaupari
    • Awwwards
  • Efnis- og fréttaveita ársins

    • Sigurvegari
    • Svef