BHM

2020 - 2022

  • Hönnun og upplýsingahögun
  • Stafræn ásýnd
  • Efnisljósmyndun
  • Forritun
  • Vefþjónustutengingar
  • Vefskrif og efnisvinnsla

www.bhm.is


Stafræn umbreyting fyrir framtíðina

Bandalag háskólamanna eru heildarsamtök 27 aðildarfélaga. Í aðildarfélögunum eru yfir 16 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu sem starfa á öllum sviðum samfélagsins. BHM stendur vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar. 

Hugsmiðjan og BHM hafa átt í góðu samstarfi í yfir áratug. Síðastliðin ár hefu stafræn umbreyting fyrir BHM verið í mótun. Forgangsverkefni var að setja upp nýjar Mínar síður, sem Hugsmiðjan hannaði, forritaði og setti upp. Nýjar mínar síður BHM fóru í loftið fyrri hluta árs 2022. Með nýju viðmóti og nýjungum jók BHM þjónustustig við sín aðildarfélög og hinn fjölbreytta og stóra hóp félagsfólks innan þeirra.


BHM og ný stafræn ásýnd

BHM hefur einnig nýlega farið í gegnum endurmörkun hjá auglýsingastofunni Kontor og fengum við í kjölfarið í hendurnar ferska litapallettu og nýtt logo. Svo til viðbótar við nýjar mínar síður hélt BHM áfram í sinni vegferð að byggja upp nýja stafræna ásýnd og afurð þeirrar vinnu var nýr ytri vefur. Nýr ytri vefur BHM er nýstárlegur, kvikur, upplýsandi og leggur áherslu á mikilvægi félagsmanna og réttinda þeirra. Hugsmiðjan sá um hönnun, upplýsingahögun, ljósmyndun, vefun og forritun á ytri vefnum sem fór í loftið nú í lok október 2022.

Umfangsmikið efni og mörg viðfangsefni

Það eru mörg viðfangsefni sem stéttarfélög fást við, hvað þá bandalag 27 ólíkra stéttarfélaga. Fyrri vefur BHM bar þess merki að hafa kannski á köflum fengið að vaxa án nægilega mikils viðhalds og grisjunar — eins og oft gerist á efnismiklum vefsvæðum, þannig að á köflum var forgangsröðun ekki skýr og óþarflega löng leið að mikilvægu efni.

Í efnisvinnslu fyrir nýja vefinn lögðum við upp með dálítið annan tón og reyndum að forðast beinar afritanir af gamla vefnum, en um leið gæta þess að mikilvægar upplýsingar væru ekki að glatast. Hönnun nýja vefsins mótar töluvert aðra umgjörð um efnið, til dæmis með því að leyfa ekki veftrénu að verða mjög djúpt.

Vefskrif og efnisvinnsla

Í samvinnu við textasmiði hjá BHM prófuðum við okkur áfram og unnum með afmarkaða kafla vefsins þar til við áttum fyrirmyndir að dæmigerðum efnistegundum sem við gátum stuðst við. Hluti af ferlinu fólst líka í því að horfast í augu við sumir textar, t.d. varðandi lögfræðileg álitamál vinnuréttar, þurfa að fá að vera margorðir og verða kannski seint spennandi lesning fyrir hinn dæmigerða lesanda.

Tóró

Þórarinn Stefánsson

Ráðgjafi

Sjónræn sjálfsmynd

Vörumerki er meira en lógó, litir og leturgerðir. Sjónræn sjálfsmynd samanstendur af mörgum mismunandi þáttum, þar á meðal ljósmyndun.
Fólk myndar sér skoðun aðeins 50 millisekúndum, þannig að það sem tekur á móti þínum viðskiptavinum þarf að hafa “wow” factor!

Góð gæði, samræmi og fagleg vörumerkjaljósmyndun fyrir BHM styrkir þeirra ásýnd og markmið og úrval af vel útfærðum ljósmyndum tengir saman stafræna ásýnd og allt markaðsefni fyritækisins. Ljósmyndarar Hugsmiðjunnar vissu nákvæmlega hverskonar ljósmyndir myndu passa inn á nýja vefinn og það var sönn ánægja að ná að mynda þessa heild.


Til að segja sögur úr raunheimi þarf raunmyndir

Vörumerkja- og efnisljósmyndun er mikilvægur hluti af efnisvinnu fyrir nýjan vef og snýr að því að búa til viðeigandi og samræmt sjónrænt efni sem passar vörumerkinu. Til að segja sögur úr raunheimi þarf raunmyndir. Það var því sérstaklega gefandi að vera treyst fyrir allri ljósmyndun á vef BHM.

Jóhanna

Jóhanna Þorkelsdóttir    

Vefhönnuður og ljósmyndari

Stolt af samvinnunni

Við erum stolt af samvinnunni og stafrænum lausnum BHM. Það er ánægjulegt að vera hluti af því að efla og styðja við það mikilvæga starf sem BHM sinnir í þágu sinna aðildarfélaga og félaga innan þeirra.

Í skýjunum með útkomuna

Það var stórt verkefni að endurgera vef BHM frá grunni. Markmiðið var að setja fram efni sem oft virkar flókið með sem einföldustum hætti þannig að vefurinn yrði mun aðgengilegri, persónulegri, snjallari og léttari en áður. Hugsmiðjan kom að öllum þáttum þessarar vinnu með okkur, allt frá því að móta áherslur í að aðstoða við textaskrif og taka myndir fyrir vefinn. Sjónræni þátturinn skiptir mjög miklu máli og góð hönnun, myndir og skýr texti spila lykilhlutverk í að fanga athygli notandans og leiða hann áfram. Allt tókst þetta einstaklega vel og við erum í skýjunum með útkomuna.

Þórhildur Þorkelsdóttir

Þórhildur Þorkelsdóttir

Kynningarstjóri BHM

Enterprise

KEF airport

Krabbameinsfélag Íslands