EFLA

  • SVEF Fyrirtækjavefur ársins
  • Awwwards - Honorable mention
  • Fyrirtæki

Lausnir fyrir stór alþjóðleg verkefni

Þjónustur

Vefhönnun, notandaupplifun/UX, forritun, efnisskipulag

Um verkefnið

EFLA stóð frammi fyrir áskorun í sinni stafrænni umbreytingarvegerð – hvernig mætti miðla sérfræðiþekkingu fyrirtækisins, kynna fjölbreytt verkefni og varpa ljósi á sjálfbærar lausnir á alþjóðlegum vettvangi?

EFLA leitaði Hugsmiðjunnar til að taka þátt í þessari vegferð. Við vorum spennt að taka þátt í verkefni sem endurspeglar alþjóðlega starfsemi þeirra og „hugrekki“ eins og eitt af gildum EFLU.

EFLA leiðandi alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem vinnur á öllum sviðum verkfræði og tækni. Sterk áhersla á umhverfisvitund er í þeirra stefnumótun þvert á starfsemi enda er EFLA með skrifstofur í Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi og víða.

Við hönnunina var lögð sérstök áhersla útlit í snjalltækjum

Markmið

Ný veflausn EFLU er hönnuð til að veita notendum greiðan aðgang að upplýsingum á einfaldan og skilvirkan hátt. Jafnframt er lögð áhersla á að kynna verkefni fyrirtækisins og draga fram einstaka nálgun þess og skuldbindingu við sjálfbærni. Með því að sýna fram á víðtæka reynslu, nýskapandi verkefni og sjálfbærar lausnir miðar veflausnin að því að höfða til mögulegra viðskiptavina um allan heim. Með því er hægt að styrkja stöðu EFLU sem leiðandi fyrirtækis í greininni.

Innsýn í ferla

Nálgun með hönnunarhugsun

Nálgun

Með því að undirstrika einfaldleika, virkni og hönnun þjónar veflausnin sem öflugt tæki til að tengjast viðskiptavinum og framtíðarstarfsmönnum um allan heim. Uppbygging vefsins var endurskipulögð í flokka eins og lausnir, verkefni og sögur, svo notendur gætu auðveldlega fundið efni við sitt hæfi

Tæknileg nálgun

Veflausn hönnuð fyrir alþjóðlegan markað

Nýja veflausnin þurfti að endurspegla alla EFLA samstæðuna og vera hönnuð fyrir alþjóðlegan markað. Auk þess yrðu sérstakar vefsíður fyrir hvert markaðssvæði innan samstæðunnar. Veflausnin styður við mörg tungumál tungumál til að tryggja aðgengi fyrir viðskiptavini um allan heim.

Styrking orðspor fyrirtækisins á alþjóðavísu

„Við lögðum mikið á okkur til að skapa áhrifamikla og upplýsandi alþjóðlega veflausn sem endurspeglar EFLA á sem bestan hátt og styrkir orðspor fyrirtækisins á heimsvísu. Við erum afar ánægð með útkomuna og heiðruð að hafa unnið verðlaunin fyrir Fyrirtækjavefs ársins. Það styrkir okkur í þeirri sannfæringu að við erum á réttri leið“

Kristín Gunnarsdóttir, markaðsstjóri EFLA

Awards and recognitions

  • Awwwards

    • Honorable mention
    • Awwwards
  • Corporate Website of the Year

    • Winner
    • Svef