Krabbameinsfélagið

  • Samfélagsverkefni

Áhersla á aðgengi og hlýtt viðmót

Þjónusta

Vefhönnun, notendaupplifun/UX, forritun, efnishögun, kvikun

Um verkefnið

Krabbameinsfélagið gegnir mörgum hlutverkum sem gerir upplýsingagjöf þess krefjandi. Þörf var á nýrri stafrænni lausn sem sameinar fjórar eldri veflausnir í eina og rúmar fjölbreytta þætti starfseminnar á borð við fræðslu, forvarnir, fjáröflun og átaksverkefni.

Lögð er áhersla á hlýtt viðmót og að notendur eigi auðvelt með að finna þær upplýsingar sem þeir þurfa – auk þess að benda á leiðir til að styðja mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins.

Markmið

Krabbameinsfélagið leggur ríka áherslu á forvarnahlutverk fræðslu. Vefur félagsins á að vera miðpunktur áreiðanlegra upplýsinga – með alhliða ráðgjöf, leiðbeiningum um heilbrigðan lífsstíl og upplýsingum um möguleg einkenni. Á tímum upplýsingaóreiðu er traustur upplýsingavefur mikilvægari en nokkru sinni fyrr.

Nýi vefurinn gefur almenningi tækifæri til að styrkja krabbameinsrannsóknir og nauðsynlega þjónustu við þau sem glíma við krabbamein. Vefurinn leggur líka áherslu á að veita upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði.

Fjáröflun

Stór átaksverkefni eins og Bleiku slaufuna og Mottumars fengu sérstaka athygli við hönnun nýja vefsins. Með því að sameina öll átaksverkefni á einum vef gefast ný tækifæri til að samnýta lausnir og einfalda utanumhald. Notendavæn uppsetning styður vel við markaðs- og fræðsluefni, auk þess að hvetja til þátttöku og framlaga.

Vefurinn er hannaður þannig að yfirstandandi herferð tekur sjálfkrafa yfir umgjörð vefsvæðisins: Allt frá því að niðurtalning hefst við upphaf átaksins þar til þakkað er fyrir þátttökuna að því loknu.

Bleika slaufan sameinar okkur í baráttunni gegn krabbameini og er ein stærsta árlega markaðsherferð landsins

„Samstarf Krabbameinsfélagsins og Hugsmiðjunnar nær yfir áratug. Ný veflausn var umfangsmikið og gefandi verkefni þar sem allar veflausnir félagsins voru sameinaðar í eina sveigjanlega veflausn og allt efni og vefskipulag yfirfarið með frábæru teymi Krabbameinsfélagsins. Með það að markmiði að komast til móts við þarfir þeirra mikilvægu notendahópa og efla samhug í baráttunni gegn krabbameini. Veflausnin tekur utan um alla þætti af mikilvægri starfsemi félagsins. Allt frá fræðslu, rannsóknum, reynslusögum, styrktarleiðum yfir í stóru árlegu átaksverkefnin Bleika slaufan og Mottumars. Hlýleg og notendavæn umgjörð, öflug veflausn!“

Ingibjörg Ólafsdóttir, rekstrarstjóri
Innsýn í ferla
Innsýn

Traust, fagmennska, umhyggja og virðing

Hlýtt og fjölhæft viðmót

Byggt á gildum Krabbameinsfélagsins og nýrri mörkun frá TVIST lögðum við áherslu á hlýtt viðmót og góða upplifun notenda í allri hönnun. Sérstaklega var hugað að því hvernig yfirstandandi herferðir hafa áhrif á vefinn með því að þemalitir þeirra og önnur einkenni skila sér á allan vefinn eða afmarkaða hluta.

Tækni

Tæknileg útfærsla

Payload - sveigjanleg lausn

Hin nýja stafræna lausn nær yfir alla þjónustu, rannsóknir, fræðslu, forvarnir og fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Mikið var lagt upp úr vandaðri greiningu sem lagði grunn að nýrri tæknihögun. Nýtt vefumsjónarkerfi (Payload CMS) var sett upp ásamt sérsniðnu viðmóti og virkni, byggt á þörfum Krabbameinsfélagsins.

Efni

Línudans læsileika og nákvæmni

Ritstjórn og rýni

Allt fræðsluefni af eldri vefjum var yfirfarið við yfirfærslu í nýju lausnina. Við unnum textafyrirmyndir fyrir alla helstu efnisflokka, til dæmis grunntexta um tegundir krabbameina. Áherslan var lögð á að gera textana betur skimanlega, en um leið gæta þess að mikilvægar upplýsingar tapist ekki við styttingu og umröðun.

Með notkun á töggum opnast ýmsir möguleikar við að draga sjálfkrafa saman skylt efni, óháð uppröðun í veftré.

Upplýsingagjöf, fræðsla og aðgengi ávallt fyrsta flokks

„Í samstarfi mínu við Hugsmiðjuna er tilfinning mín sú að ég tilheyri liði sem sameiginlega brennur fyrir því að stafræn ásýnd Krabbameinsfélagsins, upplýsingagjöf, fræðsla og aðgengi sé ávallt fyrsta flokks. Sú tilfinning stendur upp úr þegar ég lít yfir samskipti og verkefni síðustu ára.“

Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélagsins