Myndlistarmiðstöð

  • SVEF Opinber vefur ársins
  • Awwwards - Honorable mention
  • SVEF - Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki) - upphlaupari
  • Listir og menning

Að skerpa sjónlínur

Þjónusta

Viðmótshönnun, vefhönnun, forritun, upplýsingahögun og kvikun

Um verkefnið

Hvernig er hægt að sameina fagurfræði við stafræna miðlun? Það er spurning sem við þurftum að spyrja okkur þegar við hófum samstarf við Myndlistamiðstöðina í þeirra stafrænu vegferð. Ný veflausn Myndlistarmiðstöðvarinnar kynnir myndlist á áhrifaríkan hátt og auðveldar samskipti milli listamanna, safnstjóra, fjölmiðla og listrænna stofnana.

Vefurinn þurfti að sameina skýra upplýsingamiðlun, fagurfræðilega hönnun og tæknilega lausn sem gerir notendum kleift að nálgast efni á einfaldan hátt. Áhersla var lögð á hreint útlit, mjúka kvikun og leyfa þannig myndlistinni sjálfri að njóta sín.

Hugsmiðjan hefur unnið fjölmörg verkefni sem sameina skapandi hönnun, notendavæna upplifun og tæknilega útfærslu sem styður við starfsemi menningarstofnana.

Sýningardagatal

Nýr vefur Myndlistarmiðstöðvarinnar er upplýsingabrunnur fyrir safnstjóra, blaðamenn, myndlistafólk og listrænar stofnanir, sem veitir áreiðanlegar upplýsingar um sýningarstaði og sýningar um allt landið. Sýningardagatalið er verkfæri sem leyfir notendum að sía færslurnar miðað við áhugamál sín, aðgengi, staðsetningu, opnunartíma og meira.

Myndlistarmiðstöðin styður íslenska nútímalist og kemur henni á framfæri út fyrir landamærin, með styrkveitingum, samvinnu og ýmsum öðrum verkefnum. Hún veitir aðstoð við fagleg teymaverkefni, gestaheimsóknir og alþjóðlega samvinnu milli listamanna. Umfram þetta leikur Myndlistarmiðstöðin lykilhlutverk í vali og framsetningu íslenska framlagsins til Feneyjartvíæringsins.

Hönnun og mörkun frá Studio Studio sýnir léttan prakkaratón með speglun texta, sem við tókum með okkur inn í vefhönnunarferlið.
Innsýn í ferla

Hönnunarnálgunin

Aðferðin

Við lögðum áherslu á notendasögur (e. user stories) og væntanlegan notendahóp okkar, sérstaklega gesti frá útlöndum og Íslendinga með áhuga á íslenskri myndlist. Þar sem flestir notendur skoða vefinn með farsíma er nauðsynlegt að vefurinn komi vel fram í því formi. Við urðum sammála um minímalíska nálgun að hönnuninni sem rammar inn listina á skilvirkan hátt.

Samvinna

Studio Studio

Tæknileg framsetning

Hugbúnaðarval

Við ákváðum að nota Payload CMS sem vefumsjónarkerfi vegna sveigjanleika þess. Það var sérstaklega viðeigandi fyrir þennan vef og leyfir okkur að sníða efnisuppbyggingu að þörfum MMS. Þar sem listamenn geta sjálfir skráð eigið efni til birtingar gegnir fínstillanleg réttindastýring Payload lykilhlutverki.

Efnissköpun og leiðin áfram

Minimalísk hönnun í þágu verkanna

Vefur Myndlistamiðstöðvarinnar hefur skýran tilgang – framsetningu íslenskrar nútímalistar. Hvað efnið varðar er þetta algjör draumur fyrir okkur. Myndir af verkunum eru aðalmálið og við sýnum þeim virðingu með því að klippa þær ekki eða breyta á neinn hátt. Myndlistin segir það sem þarf, en vefurinn er ferskur og með sinn eigin stíl.

Í skýjunum með nýjan vef og samstarfið við Hugsmiðjuna

Við hjá Myndlistarmiðstöð erum í skýjunum með nýjan vef og samstarfið við Hugsmiðjuna. Verkefnið var stórt og þurfti að samþætta efnismikla vefi. Hugsmiðjan skildi verkefnið strax frá upphafi og vann það af áhuga og alúð. Það skipti okkur miklu máli að fá fagfólk með okkur og hugsa vefinn út frá nýjum sjónarhornum. Samstarfið var frábært, öll samskipti góð, fagmennskan alltaf í fyrirrúmi og starfsfólk Hugsmiðjunnar var mjög lausnamiðað og útsjónarsamt.

Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðva

Verðlaun og viðurkenningar

  • Awwwards

    • Honorable Mention
    • Awwwards
  • Opinber vefur ársins

    • Sigurvegari
    • Svef
  • Fyrirtækjavefur ársins – lítil fyrirtæki

    • Runner-up
    • Svef