Truenorth

Töfrar kvikmyndanna fangaðir á fallegum vef
Þjónusta
Viðmótshönnun, vefhönnun, forritun, upplýsingahögun og kvikun
Um verkefnið
Áskorunin sem Hugsmiðjan stóð frammi fyrir var að skapa stafræna upplifun sem endurspeglar einstaka sérstöðu Truenorth. Vefurinn þurfti að fanga bæði stórbrotna fagmennsku fyrirtækisins og þann sveigjanleika sem þarf til að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum í kvikmyndaheiminum.
Truenorth er meðal leiðandi fyrirtækja í Evrópu á sviði þjónustu fyrir kvikmyndagerð, auglýsingar og sjónvarpsefni. Fyrirtækið hefur sett Ísland á heimskort kvikmyndaiðnaðarins – þar sem íslensk náttúra verður oft að stórbrotnu tökusetti.
Vefurinn hefur verið valinn inn á Siteinspire og Awwwards, þar sem aðeins framúrskarandi stafrænar lausnir eru sýndar – viðurkenning á því að við höfum náð að miðla kvikmyndatöfrunum í gegnum annan miðil.
Hönnunarnálgunin
Aðferðin
Sem hönnunarverkefni var nýr vefur Truenorth sérlega spennandi. Myndefni með dramatískri náttúru landanna sjö þar sem Truenorth er með starfsemi gegnir stóru hlutverki auk þess sem það er næstum lygilegt hvað fyrirtækið hefur komið að gerð margra verkefna sem allir ættu að þekkja. Þetta frábæra myndefni og myndbönd fá því að vera í aðalhlutverki á vefnum og umgjörðin heldur sig til hlés.
Hönnun
Truenorth var þegar með einkennandi ásýnd sem notuð er í kynningarefni og útgáfum. Hún var aðlöguð að kröfum vefbirtingar og framsetningin var krydduð með kvikun sem kitlar augað án þess að stela athygli frá myndum og myndböndum.
Veftréð og vefskipulag var endurhannað til að koma betur á framfæri áherslum fyrirtækisins og til að auðvelda notendum að fá yfirsýn yfir fjölbreytta þjónustu og verkefni Truenorth.
Innihaldið
Verkefnin fá að njóta sín
Stærstu verkefni Truenorth fá sínar eigin síður (e. showcase) þar sem sjá má stiklur, myndir frá upptökum og annað kynningarefni. Með því að gefa myndefninu forgrunn og halda textum í lágmarki tekst að koma sérkennum hvers verkefnis á framfæri með spennandi og eftirminnilegum hætti. Hér gefst Truenorth færi á að draga fram sinn þátt í hverju verkefni með því til dæmis að fjalla um lykilsenur eða birta svipmyndir úr eftirminnilegum skotum.
Eftirtektarverður listi viðskiptavina Truenorth fær líka að njóta sín, þar sem dregin eru fram þau verkefni sem unnin hafa verið og hægt að skoða nánari upplýsingar eftir því sem við á.
Fallegt myndefni á skilið kvikun sem á við

„The Truenorth website was simultaneously easy and pretty complicated. It was easy because the client was great—responsive, positive, and always ready to help us finish this project. It was complex because the beautiful assets we were working with deserved complementary motion design, which is never straightforward to pull off in a way that both visually adds to the experience and preserves the site's accessibility and usability. I think we got that balance about right“
James Dickie, forritari
Verðlaun og viðurkenningar
Awwwards
Siteinspire
Markaðsvefur ársins
Vefur ársins - meðalstór fyrirtæki