Viska

  • Stéttarfélag

Stafræn þjónusta í forgrunni

Þjónustur

Vefhönnun, UX, vefþróun, efnisarkitektúr, ljósmyndun

Verkefnið

Markmiðið með veflausninni er að styrkja ímynd Viska út á við og tryggja að stafræn þjónusta sé í forgrunni. Notendur eiga að geta afgreitt sig sjálfir, fundið nauðsynlegar upplýsingar með auðveldum hætti og haft samband þegar þörf krefur.

Vefurinn þarf einnig að skapa sterka fyrstu sýn sem vekur traust, áhuga og tilfinninguna „hér vil ég vera

Við hönnun vefsins var lögð mikil áhersla á vandað útlit og þátttöku notenda. Íslensk ljósmyndun gegnir lykilhlutverki í heildarásýnd vefsins og stuðlar að sterkri og trúverðugri ímynd Viska.

Viska er nútímalegt og framsækið stéttarfélag þar sem þjónusta félagsins og hagsmunagæsla byggir á norrænni fyrirmynd og heildrænni nálgun í þágu félagsfólks.

Markmið

Upplýsingar um vinnurétt eru sóttar beint frá BHM og eru uppfærðar sjálfkrafa við hverja breytingu. Kjarasamningar hafa verið færðir í stafrænt form sem leyfir nákvæma leit, en notendur getur m.a. séð breytingarsögu þeirra. Öflug leitarvél síar efnið eftir lykilflokkum og fer yfir öll skjöl, þar með talið kjarasamningar.

„Skiptilykillinn“ auðveldar skráningu í félaginu og skráningarform eru tengd beint við umsjónarkefið til að flýta fyrir afgreiðslu þjónustubeiðna.

Viska

Ljósmyndun fyrir Visku

Jóhanna Þorkelsdóttir and Birna Þorkelsdóttir

Ferlið

Tæknileg nálgun

Snjöll leitarvél

Viska leggur áherslu á að nýta tækni til að leysa helstu áskoranir. Gagnvirka leitin getur fundið upplýsingar frá öllum upplýsingagrunnum. Gögn frá efnisveitendum birtast á vinnuréttarvefnum, sem tryggir að upplýsingar séu alltaf sjálfkrafa uppfærðar. Kjarasamningalausn Visku er öflug og framsækin – allir samningar hafa verið færðir yfir í stafrænt form sem auðveldar uppflettingu. Einnig geta notendur skoðað breytingarsögu þeirra. Þetta er metnaðarfullt verkefni þar sem flestir reiða sig enn á .pdf og .docx skrár. Tækni- og notendavæn hönnun eru í forgangi.

Eftirfylgni

Efnisgerð

Gæðahönnun og notendaupplifun

Mikil áhersla var lögð á vandaða hönnun og notendaupplifun, þar sem ljósmyndir af íslensku umhverfi gegna lykilhlutverki fyrir vörumerkið. Öflug leitarsíða gerir notendum kleift að sía efni eftir lykilatriðum og leita í öllum skjölum, þar á meðal kjarasamningum. Viska birtir kannanir, vinnumarkaðsgreiningar, fréttir af starfsemi sinni og leggur áherslu á málsvörn og samfélagsleg áhrif.

Hönnunarsamstarf

Jökulá

Raunverulegar ljósmyndir til að lýsa frásögnum

„Ísland er lítið og oft er ekki raunhæfur kostur að nota myndasöfn af lagermyndum þar sem þær endurspegla ekki íslenskan veruleika. Vörumerkja- og efnisljósmyndun er mikilvægur þáttur í efnisgerð fyrir nýja veflausn og felur í sér að skapa viðeigandi og samræmt myndefni sem passar við vörumerkið. Til að segja sannar sögur þarf raunverulegar myndir. Það var einstaklega ánægjulegt að fá það traust að sjá um alla ljósmyndun fyrir veflausn Visku.“

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, hönnunarstjóri og ljósmyndari