Rekstur og hýsing
Við tryggjum að stafrænar lausnir virki áreiðanlega, öruggt og hratt – alla daga, allan ársins hring.
Hvers vegna?
Engin lausn er betri en reksturinn á bak við hana. Þó hönnun og forritun skapi upplifun, þá er það stöðugur rekstur, viðhald og öryggi sem tryggir að hún haldist lifandi og árangursrík til lengri tíma.
Hvernig?
Við tryggjum áreiðanlegan rekstur með öruggri hýsingu, reglubundnu viðhaldi og stöðugu eftirliti. Gögn viðskiptavina eru vernduð og í virku eftirliti sem grípur inn áður en vandamál verða að veruleika.
Við fylgjumst með frammistöðu í rauntíma og tryggjum að allt virki eins og það á að gera. Lausnirnar okkar eru sveigjanlegar og samþættar við þau kerfi sem henta best hverju sinni.
Við erum stoltir samstarfsaðilar Payload og Prismic og höfum víðtæka reynslu af Contentstack, Contentful, WordPress, Shopify og fleiri vinsælum vefverslunar- og vefumsjónarkerfum.
Stöðug greining og eftirfylgni
Við greinum frammistöðu reglulega og bregðumst við áður en vandamál koma upp.
Viðhaldsáætlanir og umbætur
Lausnir okkar þróast með þínum rekstri.
Tæknistuðningur og öflugt þjónustuborð
Við erum alltaf til staðar, hvort sem um er að ræða stór mál eða smá.
Sveigjanleiki í hýsingu
Lausnirnar okkar eru byggðar fyrir skalanleika – þær henta bæði litlum teymum og stórum kerfum og geta aðlagast mismunandi kröfum og rekstrarumhverfi.
Af hverju skiptir þetta máli?
Góð veflausn skilar engu ef hún bilar, hægist á henni eða verður óörugg. Stöðugur og öruggur rekstur skapar traust, tryggir notendaupplifun og verndar fjárfestingu í hönnun og þróun.

„Það skiptir litlu máli hversu tæknilega fullkomin veflausnin er – ef hún er ekki stöðug, örugg og vel rekin, þá stendur hún ekki undir væntingum. Traustur rekstur er ósýnilega stoðin sem heldur öllu saman.“
- Kári Yngavson, þróunarstjóri Hugsmiðjunnar