Notendarannsóknir og prófanir

Sterkar lausnir byggja á raunverulegum þörfum og hegðun notenda.
Hvers vegna?
Því betur sem við skiljum notendur, því meiri líkur eru á að lausnirnar mæti þörfum þeirra, skapi betri upplifun og nái árangri. Með innsýn í raunverulega notkun fáum við forsendur til að hanna skýrar, markvissar og aðgengilegar lausnir sem virka í raunheimum.
Hvernig?
Við byrjum á því að skilja notandann – hver hann er, hvað hann þarf og hvernig hann hegðar sér í raunverulegum aðstæðum. Með viðtölum, greiningum og kortlagningu upplifunar dregum við fram innsýn sem nýtist í hönnun og þróun. Í gegnum A/B prófanir, notendaviðmótsgreiningar og viðbragðsmælingar fínstillum við lausnir sem virka – ekki bara á blaði, heldur í alvöru.
Skiljum notendur
Við byrjum á því að skilja notendur, hegðun þeirra og aðstæðum – þannig greinum við hvað skiptir þá raunverulega máli.
Flæðið kortlagt
Við kortleggjum allt flæði, greinum hindranir og drögum fram tækifæri til úrbóta og aukins virðis.
Grípum fljótt inn í
Við prófum frumgerðir snemma í ferlinu og fáum dýrmæta endurgjöf.
Stöðugar endurbætur
Við byggjum áframhaldandi þróun á prófunum og mælanlegum árangri.
Af hverju skiptir þetta máli
Lausnir sem byggja á innsýn í raunverulega notkun eru skilvirkari, aðgengilegri og árangursríkari. Þær skapa betri upplifun, auka ánægju og styðja við allal stefnu. Með notandann í forgrunni nýtum við tíma og fjármagn á réttan hátt – og sköpum lausnir sem virka í alvörunni.

„Að skilja notandann er lykillinn að lausnum sem skipta máli. Þegar við hlustum, lærum og prófum í alvöru aðstæðum, getum við skapað stafræna upplifun sem hefur áhrif – ekki bara fyrir notandann, heldur fyrir allt sem við viljum ná fram.“
– Hrafn Thoroddsen, sérfræðingur í notendarannsóknum hjá Hugsmiðjunni