Hönnun og mörkun

Skýr sýn, fagurfræðileg nálgun og sjónræn skilaboð eru notuð til að skapa sérstöðu fyrir vörumerkið þitt.
Hvers vegna?
Vörumerkið er miklu meira en bara lógó – það er loforð þitt til viðskiptavina þinna. Góð hönnun og skýr mörkun eykur trúverðugleika, aðgreinir þig frá samkeppni og styrkir tengsl við notendur þína.
Hvernig?
Við greinum markmið, sérstöðu og gildi vörumerkisins þíns. Þannig kortleggjum við markhópinn og mótum auðkenni sem skapar sterk tengsl. Við hönnum sjónræna ásýnd sem talar beint til réttra viðskiptavina og færum hugmyndirnar í framkvæmd með vönduðum grafískum lausnum. Með prófunum og fínstillingu tryggjum við að vörumerkið virki í öllum miðlum áður en það er innleitt með skýrri stefnu og samræmdu efni.
Skiljum þitt vörumerki
Við rýnum í markmið, gildi og sérstöðu vörumerkisins til að tryggja að allt sem við hönnum hafi skýran tilgang.
Markhópagreining
Við kortleggjum markhópinn, greinum þarfir og væntingar og byggjum vörumerkið upp með raunverulegri innsýn.
Mótun auðkennis
Með skapandi aðferðum þróum við auðkenni, litapallettur, leturgerðir og sjónræna ásýnd sem tala til réttra viðskiptavina.
Hönnun og útfærsla
Við færum hugmyndirnar í framkvæmd með vönduðum grafískum lausnum, stafrænu efni og sjónrænum frásögnum sem styrkja ímynd vörumerkisins.
Prófanir og betrumbætur
Við prófum og fínstillum vörumerkið fyrir mismunandi miðla til að tryggja að það skili réttum skilaboðum og skapi sterka tengingu við markhópinn.
Útgáfa
Við tryggjum að vörumerkið sé innleitt á öllum miðlum með skýrri stefnu, samræmdu efni og árangursríkri framsetningu.
Af hverju skiptir þetta máli?

Sterk mörkun og vönduð hönnun skapa ekki bara fallega ásýnd – þær móta upplifun viðskiptavina, styðja við stefnu fyrirtækisins og hafa bein áhrif á árangur. Þegar vörumerkið er skýrt, samræmt og eftirminnilegt, byggir það upp traust, tryggð og langtíma vöxt.

Við hönnum fyrir fólk. Okkar aðalmarkmið er að notendur þurfi ekkert að hugsa heldur séu leiddir áfram áreynslulaust. Með það í huga viljum við alltaf að hönnun láti efnið skína og sé falleg, með gott jafnvægi og eftirtektarverð. Alveg niður í minnstu smáatriði.
Birna Bryndís Þorkelsdóttir, listrænn stjórnandi Hugsmiðjunnar